Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1913, Blaðsíða 130
98
ÓLAFUR s. thorgeirssok:
Skagaströnd í Húnavatnssýslu; Davíö, vinnumaBur á Geitis-
SkarSi í Langadal; Ingibjörg, gipt kona í Spanish Fork,
Utah; RagnheiSur, í Winnipeg; Þorlákur, trjesmiður í
Reykjavík; ValgerSur, gipt kona í SvarfaSardal í Eyja-
fjarSarsýslu. Þorsteinn var yngstur þeirra systkina. Enn
átti Þorsteinn einn hálfbróSur, sem Jónathan hjet Ólafsson,
nú í Edmonton. Kona Þorsteins er Katrín Þorsteinsdóttir,
Þorsteinssonar í Reykjavík, en móSir hennar var GuSlaug
Ásgrímsdóttir úr Skaptártungum. Systkini hennar voru:
Isabella, kona Gríms Steingrímssonar bónda viS Markerville,
Alta., og Halldór, er um einn tíma var sjómaSur í Hull a
Englandi. Þorsteinn er fæddur aS MarSarnúpi, 17. dag Janú-
armánaSar áriS 1871, og missti föSur sinn nær tveggja ára;
mun Þorsteinn þá hafa veriS meS móSur sinni hin næstu ár;
fóru þau mæSgin vestur um haf áriS 1888. Dvaldi Þorsteinn
þá um sinn í grennd viS Winnipeg, en fór nokkru síSar suS-
ur til Bandaríkja og vestur til Montana; lærSi Þorsteinn þar
myndagerS, en var þar ekki lenlgi, og flutti aptur austur um
til Winnipeg áriS 1891, og vann þar hjá ýmsum viS mynda-
smíö, en lengst af hjá Baldwin og J. A. Blöndal. Árið 1893 fór
Þorsteinn austur til Toronto, og gekk þar á foringjaskóla
'HjálpræSishersins”, og varS síSar flokksforingi í Stratford
og Fort William og víSar í Ontario til 1905; þaS ár var Þor-
steinn sendur meS erindi hersins, fyrst til Englands og síSar
til Kaupmannahafnar; þaSan hjclt Þorsteinn til íslands; var
hann þá í för meS dönskum manni, til aS stofna deild af
hernutn í Reykjavík. Þorsteinn lagði stund á margt á þcim
árum. MeSal annars annaSist hann um útgáfu á blaðinu
“HerópiS” þangaS til áriS 1899, aS hann ljet af foringja-
störfum. ÞaS var Þorsteinn, sem kom á póstvagnaferöum
frá Reykjavík, austur um land, og fjekk til þess vagn fra
Ameríku. Um sama leyti mun Þorsteinn hafa veriS ráðs-
maSur viS gistihúsiS Valhöll á Þingvöllum; fór hann þá víöa
um Iand, sem leiSsöguma'Sur erlendra ferSamanna. Þor-
steinn giptist Katrínu áriS 1899 á Þingvöllum, en áriS 1902
flutti hann alfarinn af íslandi vestur um haf; ljetti hann eig'
ferS sinni áður hann kæmi til Alberta-nýlendunnar. Þor-
steinn nam þá land vestanverSu Medicine-árinnar, suður fra
landnámi Magnúsar Steinssonar. Á því landi bjó hann þo
ekki, heldur keypti járnbrautarland, sem lág að ánni, og setti