Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1913, Qupperneq 131
ALMANAK 1913.
99
þar bú saman, en brúkaöi svo bæöi löndin til afnota; stund-
aði hann þá jafnframt myndagerS á Markerville. Áriö 1909
brá Þorsteinn búi og seldi heimilisrjettarland sitt og lausafje.
Flutti hann þá vestur um fjöll til Prince Rupert; þar settist
hann aS, og hefir búi'ð þar síðan. Setti hann þá á stofn
myndagerð i miðjum bænum, og hefir síðan stundað þá iön;
var það fyrsta myndastofan í þeim bæ, og er enn sú eina;
einnig liefir hann fengizt nokkuð við fasteignasölu og farn-
azt hvorttveggja vel. Landinu, sem hann keypti hjer, vill
hann ekki lóga; það er gott land og vel verðmætt, og ekki
tekur liann af því að til beri, að hann hverfi þangað aptur.
Þau hjón eiga nú fimm börn á lífi. Þorsteini er vel farið,
hann er vel skynsamur maður og hefir náð fjölbreyttri þekk-
ingu: hann er reglumaður hinn mesti, stefnufastur og á-
byggilegur til orða og athafna; opt hefir hann gegnt opin-
berum erindum og jafnan leyst þau vel af hendi. Stundum
er, sem Þorsteinn fari nokkuð sjer í skoðunum sínum, og
svipar honum eigi sjaldan til hinna gjörhögulu fyrri tíma
manna; falla því skoðanir hans eigi ætið við geðþekkni og
yfirlæti nútíðarinnar. Allsstaðar mun Þorsteinn verða
þekktur sem uppbyggilegur og nýtur rnaður.
70. ÞÁTTUR.
JÓNATAN ÓLAFSSON. — í föðurætt er Jónatan kom-
inn af hinni nafnkunnu Steinár-ætt. Faðir hans var Ólafur
á Skottustöðum í Svartárdal, Húnavatnssýslu; faöir Ólafs
var Árni Jónsson, Jónssonar á Steiná i Svartárdal; bjó Árni
allan sinn búskap, milli 40 og 50 ár, á Skottustöðum og dó þar
á áttræðisaldri. Um föðurætt Jónatans má að öðru leyti vísa
til sögu þessarar, hjer að framan, II. k., 4. þætti. Móöir
Jónatans var Sigurrós Hjálmarsdóttir frá Sigríðarstöðum í
Vesturhópi fsjá næsta þátt hjer að framanj. — Jónatan fór
með móður sinni og Þorsteini hálfbróður sínunt af Islandi,
ungur að aldri, og ólst upp hjá henni lengst af ungdómsárum
sínum vestur í Montana, U.S.A. Til Alberta mun Jónatan
hafa komið sarna árið og Þorsteinn bróðir hans. Tók Jón-
atan þá land vestanverðu Medicine-árinnar, yfir frá bústað
Guðmundar Þorlákssonar, og bjó þar nokkur ár. Kvæntist
hann þá ungfrú Magneu Ólínu, dóttur Hermanns Hillmans
('sjá III. k., 44. þáttj. — Jónatan er vel gefinn maður um