Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1913, Blaðsíða 135
ALMANAK 19l3.
103
Leiðréttingar
við þitt Grunnavatnsmanna í almanakínu 1912.
Við grein um Kristján Sigurðsson.
Móðir Kristjáns var ættuð frá Ketilsstöðum í Hörðadal í Dala-
sýslu, en ekki frá Tjaldbrekku. Það er ekki rétt, að þau hjónin hafi
mist 6 börn á þrem árum, þau mistu 6 börn á þeim 19 árm sem þau
bjöggu í Selárdal. Fallið hefir úr greininni sem ætlast var til að
væri þar þessi kafli:
,,í marzmánuði 1889 fóru þeir Kristján og Daníel Bachman
tengdasonur hans norður í austari part Álftavatnsnýlendu, að skoða
þar land. Og varð það úr að þeir bygðu þar loggahús í þeirri ferð.
Voru að því viku og dvöldu á meðan hjá Jakob Growlord &g konu
hans, eru þau hjón alþekt að góðvild og gestrisnu. I Maímánuði
sama vor flutti Kristján ásamt konu sinni og tveim dætrum þeirra
Kristjönu Margréti og Hólmfríði Salóme konu Daníelsog dreng sem
þau hjón áttu, sem nú stundar nám á Westley Collegs, faðir hans
fór þá í járnbrautarvinnu. Kristján Siguiðsson dvaldi með fjölskyld-
una hjá áður nefndum hjónum nokkra daga meðan hann var að full-
gjöra hús sitt. Það sumar var gott um heyföng. Næsta vor (1890)
var votviðrasamt og útlit fyrir að landnám þar væri ekki heppilega
valið, fóru þeir þá í júlí Jakob Crowford og Kristján að líta eftir
þurrara landi, leizt þeim vel á landnám við Grunnavatn, þar var þá
engin bygð. Heyuðu þeir þar um sumarið, ásamt Magnúsi syni
Kristjáns og Þorsteinn Hördal er komið hafði það sumar sunnan frá
Dakota. Bygðu þeir þar fjögur íveruhús, þau fyrstu í Grunnavatns-
bygð og fluttu í þau um haustið. Jakob bygði sitt hús í Section 20;
Kristján og Magnús í Séction 28 og Þorsteinn í Section 22 í Town-
ship Í9, Range 3 West. — K. S.
Bls. 33. Þamárvöllum á að vera: Þambárvöllum.
“ 34. Skiðunessenni á að vera: Skíðanessenni.
“ 37. Þorviður (á tveim stöðum) á að vera: Þuríður.
“ 40. Pálína Kortsdóttir á að vera: Pálína Ketilsdóttir.
“ 41. Hjálmar Freeman á að vera: Hjálmur Freeman.
“ 48. Maran á að vera: margan.
“ 58. ,,Þaksbrá“ á að vera: ,,þakstrá“.