Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1913, Side 140
108
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
yfirborösstraumum aftur til heimskautanna. Yfirborðs-
straumarnir eins og t. d. Golfsiraumurinn, belja fram, en
botnslraumurinn í djúpinu er lygn og líður fram með hægð.
Titanic sökk örskamt suður af syðri rönd Nýfundna-
lands grunnanna, þar sem þeim tekur að halla ofan í
,,Sigsbeedjúpíð“. Grunn þessi eru mikið fiæmi í sjónum.
330 mílna breid frá norðri til suðurs og 390 mílna löng
frá austri til vesturs. Dýpið er að meðaltali 180 fet, en
víða miklu minna en það. Grunnin eru í rauninni ekki
nema afarmikið fjall í sjónum. Kollurinn á því flatlendur
og vaxinn þangi og öðrum sjávargróðri, sem þorskarnir
lifa á. Á grunn þessi sækja fiskiflotar frá flestum lönd-
um.
Golfstraumurinn fellur norður við suðurrönd grunn-
anna, en heimskautastraumurinn kemur að norðán með
austurjaðrinum á þeim og her með sér hafísinn, sem Tit-
anic kom að klandri. Þokusælt er á Nýfundnalands
grunnum og veldur þvi að straumar þessir, annar hlýrog
hinn kaldur, rekast þar saman.
Enginn mannshönd hróflar framar við Titanic ogþau
áhöld verða aldrei fundin upp sem lyfti henni upp úr
djúpinu. ' Djúpið það mun til eilífrar tíðar reynast ofurefii
við að eiga fyrir mátt og megin mannvitsins.
Hið mesta dýpi sem kafað hefir verið í kafarabúningi
er 200 fet. Á því dýpi var sjávarfargið 88 pd. á ferþuml-
ungi. Mannskrokkurinn fær ekki afborið þyngra farg.
Mesta afrek sem liggur eftir kafara, er það talið er gull-
kisturnar voru sóttar í Alfons XII. Hann sökk árið 1853
á móts við Gandohöfða í Kanarisku eyjunum meiri. Vá-
tryggingarfélagið gerði út 3 kafara og hét þeim háu
hundraðsgjaldi að launum af því sem næðist. Gullkist-
urnar voru tíu alls í skipinu og það lá á 160 feta dýpi, en
geigvænlegastur var reiði og rár skipsins, að loftpípur
kafaranna kynnu að festast á þeim svo ekki yrði hægt að
draga þá upp aftur, eða knéast, og þeir kafna, áður en
nokkurri björg yrði viðkomið. Alt gekk þó slysalaust og
náðu þeir öllum kistunum nema einni.