Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1936, Page 22
24
þau störf í Manitoba fylki, bæSi fyrir stjórn fylkisins og
einstök fjársýslufélög. Hannes er giftur Soffíu Florence
Einarsdóttir og eru þau búsett í Winnipeg. Þau hjón
Jón Pálmason og kona hans fluttust til Keewatin 1889
Jón Pálmason Þdrunn Ingibjörg Jdnsdóttir
og vann Jón á sögunarmylnu Lake of the Woods félags-
ins. Aldamótaárið 1900 námu þau land hálfa aðra mílu
frá þorpinu, við Winnipegána, þar sem kallaÖ er á tang-
anum. Eftir að Jón settist þar að, stundaði hann fiski-
veiðar, setti á stofn sögunarmylnu og verzlaði með alls-
konar trjávið og hafði einnig eldiviðarsölu allmikla. í
félagi með Jóni um þessa starfsemi var Thorkell Magnús-
son, og hér er getiÖ á öðrum stað. Höfðu þeir félagar haft
margt vinnumanna og þeim veitt og launað af risnu.
Síðan 1920 hefir Jón Pálmason bygt allmörg sumarhús
á tanganum, sem hann nefnir “Sunny Side” og leigir
hann þau fólki, sem halda vill þar til yfir sumarmánuðina
við vötnin. Jón Pálmason hefir verið allmikill athafna-
maður, hefir haft mikið af þeim hyggindum, sem í hag
koma og farnast vel, verið mikill dugnaðarmaður. En
svo má eigi gleyma því að kona hans, Þórunn lngi-
björg, hefir jafnan veriÖ hans önnur hönd í öllu starfi
hans. Greind kona og mannkostum búin.