Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1936, Síða 30
32
lSFELD ULFARSSON Gunnlaugssonar og Jóhanna
Gunnarsdóttir, voru foreldrar hans ættuð úr Þingeyjar-
sýslu, en fluttust hingað til lands af Vopnafirði, aldamóta
árið, og þar er ísfeld fæddur 12. okt. 1899. Var hann
með foreldrum sínum fyrst í Winnipeg og síðan í Sel-
kirk, og þar dó faðir hans. Fluttist með móðir sinni til
Keewatin 1912 og hefir unnið hjá hveitimylnufélaginu
síðan, að frá teknum tveim árum í herþjónustu 1917-18.
ísfeld er giftur og heitir kona hans Lára Victoria Olga
fædd í Winnipeg 8. apríl 1899, dóttir Ásmundar Jóhann-
esssonar og konu hans Önnu Erlendsdóttir, voru þau
ættuð frá SiglufirSi, og áttu um eitt skeið heima í Winni-
peg og síðan í Selkirk. Þau hjón ísfeld og Lára eiga gott
heimili og búa ánægð að sínu.
SIGMUNDUR BJÖRNSSON. Fæddur á Hnitbjörgum
í Jökulsárhlíð l.júní 1888. Björn Hannesson og Stein-
unn Eiríksdóttir hétu foreldrar hans. Árið 1905 fluttist
hann til Canada og dvaldi á ýmsum stöðum, bar til hann
gekk í herbjónustu 1917. Árið 1923 gekk hann að eiga
Petrínu Sigríði Ólafsdóttir, ekkja eftir Pál Guðmundsson
frá Akureyri. Fluttist Sigmundur ba^ sama ár til Kee-
watin með konu sína og fimm stjúpsonu. Systkini Sig-
mundar er hingað fluttust eru Jón og Helgi er búa í
Siglunesbygð við Manitobavatn, Guðný og Sigbrúðurvið
Silver Bay, Signý í Winnipeg og Guðríður móðir Björns
Stefánssonar, lögfræðings í Winnipeg. Einn son hafa
bau hjón Sigmundur og Petrína eignast og heitir Matthías
og er í föðurgarði. Sigmundur hefir stöðuga atvinnu hjá
hveitimylnufélaginu. Eru bau hjón félagslynd og skemti-
leg heim að sækja.
GISLI JÓNSSON. Fæddur á Hellu í Akrahr. í Skaga-
firði árið 1855. Fluttist til Canada 1 876 og var um nokk-
ur ár í Winnipeg. Til Keewatin kom hann 1885. Kona
hans var Kristjana Símonardóttir. Eignuðust bau sex
börn: Símon, Guðlaug Lára, Þorbjörg, Konráð, Indriði
og Jónína. Gísli druknaði í Lake of the Woods 5. ágúst
1901. Var vel látinn dugnaðarmaður.