Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1936, Page 32
34
Þá hef eg hér minst þeirra íslendinga, sem tekiS hafa
sér bólfestu í Keewatin og mér var mögulegt aÖ ná til.
íslendingar hafa aldrei verið hér fjölmennir. Um alda-
mótin taldist svo til að í Keewatin væru um eit
hundrað íslendingar og mun það hafa náð hámarki sínu.
Nú eru hér sjötíu heimilisfastir, eldri og yngri. Ekki þó
talin börn eða ungmenni, bar sem annað foreldrið er af
öðrum bjóðstofni enn íslenzkum. En bað eru fimtán alls
frá ungbarni að telja til tvítugsaldurs.
Snemma fóru menn að hugsa um hvort möguleiki
væri á, að stofna til félagsskapar. Var ba sett á stað
lestrarfélag, sem nefnt var “Tilraunin” og stofnsett
bókasafn. Hefir ba® bókasafn verið við líði síðan og
aukist að íslenzkum bókum og tímaritum, í sambandi við
bað var myndað milfundafélag og gefið út skrifað
blað, sem lesið var upp á fundum og hét “Gestur” en er
nú hætt við. En sú nýlunda er nú upptekin af lestrar-
félaginu “Tilraunin", að fá íslenzka unglinga til að
koma saman tvisvar í mánuði til undirvísunar í íslenzku
máli. Er hið nýja barnablað “Baldursbrá” aðallega búist
við að nota við kensluna.
Engir íslendingar hér hafa burft á stjórnarstyrk að
halda. Það búa flestir að fasta atvinnu við hveiti- og
sögunarmylnurnar. Auk bess styðjast allir við landbúnað
í smáum stíl, hafa kýr, fugla og garðrækt. Hafa bví allir
íslendingar sem hér búa reynst bjargálnamenn og sumir
heldur betur.
Bjarni Sveinsson.
e^0