Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1936, Síða 33
/ffintýramaöurinn
Haraldur Sigurösson.
í bænum Kenora við Lake of the Woods í Ontario-
fylkinu, lézt 27. apríl 1935 Islendingur einn, er Haraldur
Sigurðsson hét. Fæddur á Espihóli í Eyjafirði 8. nóv.
1843 og því rúmlega 91 árs og fimm mánaða gamall.
Faðir hans var Sigurður
Sigurðsson, timbursmiður,
og móðir Sigríður Hall-
grímsdóttir, bjuggu bau
hjón á Espihóli í Eyjafirði
um miðja 19. öld og síðar
mörg ár á Akureyri. Fyrir
innan tvítugs aldur lagðist
Haraldur bessi í siglingar,
sem svo var kallað og fór
utan á dönsku skipi frá
Akureyri og sigidi síðan
um öll höf heimsins sam-
fleytt í 28 ár og leitaði
aldrei átthaganna og jafn-
vel ættmenn hans fréttu
ekkert um hann. Arið I 886
bar hann að landi í Mexico
og bauðst honum bar aÖ takast ferð á hendur með fleir-
um að reka gripahjörð norður til Manitoba-fylkis og tók
hann bv* boði. Þegar til Winnipeg kom, hitti hann bar
fyrir bróðir sinn, Sigurð Sigurðsson, sem hann hafði ekki
séð síðan hann fór úr föðurgarði, og flutzt hafði hingað
til lands 1883 og einnig frænda sinn, Sigtrygg Jónasson,
er voru bræðrasynir. Staðnæmdist Haraldur ba í Sel-
kirk um tvö ár og baðan fór hann austur til Kenora
sem er smábær með ellevu búsund íbúum, um 3 mílur
austur af Keewatin. Árið 1888 brá Haraldur sér til
Englands og gekk ba>" að eiga konu af skoskum ættum.
Sneri síðan aftur til Kenora með konu sína og bar hafa
bau hafist við í 46 ár, eða til bess hann lézt eins og hér
er áður frá skýrt. Lætur hann eftir sig konu sína og son,
Haraldur Sigurösson