Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1936, Qupperneq 47
49
1901, en hún í hárri elli 1935. HafliÖi var heljarmenni
að burÖum og dugnaðarmaður. Halldóra var hraustleika
kona og barðist eins og hetja fyrir börnum sínum eftir að
hún misti manninn og ábyggileg í orðum og verkum.
Börn þeirra eru hér talin: I. Kristján Sveinbjörn í Glen-
boro, ógiftur. 2. Sigrún Margrét, gift Felix Friðrikssyni í
Edmonton. 3. Þorbjörg, gift hérlendum manni í Regina,
Sask. 4. Guðmundur, giftur hérlendri konu í Broadview.
Sask. 5. Rosant Jón, hveitikaupmaður í Glenboro. 6.
Sveinbjörg Sólveig, gift hérlendum manni. býr við Bel-
mont, Man. 7. Kapitola, gift hérlendum manni og eru
búsett í Winnipeg.
, STEFÁN JÓHANNSSON fæddur 4. nóv. 1869 á Litla
Ási í Húnav. s. Foreldrar hans voru Jóhann Helgason
og Ósk Þorkelsdóttir. Föður sinn misti Stefán þriggja
ára og tekinn í fóstur af Jónasi Jóhannssyni og Margrétu
Sigurðardóttir í Gröf á Vatnsn. og þar ólst hann upp. Eftir
að Stefán varð fulltíðamaður vann hann á ýmsum stöð-
um til lands og sjávar. 1897 giftist hann Sólveigu Ólafs-
dóttir Jónssonar frá Krisuvík. Móðir hennar var Guðný
Vilhjálmsdóttir Brandssonar Guðmundssonar Brandsson-
ar, er aett sú allmerk og rakin til Lofts ríka Guttormsson-
ar á Möðruvöllum. Sólveig ólst upp hjá merkishjónun-
um Guðmundi Einarssyni og Ráðhildi Jónsdóttir á Kal-
manstjörn í Höfnum syðra. Stefán og Sólveig bjuggu tvö
ár í Narfakoti í Njarðvíkum, síðan eitt ár í Reykjavík.
Til Vesturheims fluttust þau árið 1900. Voru eitt ár í Ar-
gyle síðan í Glenboro til 1916, að Stefán innritaðist í
Canadaherinn, en Sólveig flutti til Winnipeg. Stefán
vann á járnbrautum lengst á meðan hann var í Glenboro.
Hann er duglegur verkmaður og karlmenni að burðum.
Hann var nýtur félagsmaður og tók góðan þátt í félags-
starfsemi. Sólveig er góð kona yfirlætislaus heldur sér
lítt fram, en þjóðleg og vel greind. Þau eru væn hjón
og trygg vinum sínum. Stefán sigldi til Frakklands 23.
apríl 1917, var verkstjóri með Corporal-nafnbót og vann
við járnbrautarlagningu fyrir herinn til stríðsloka. Kom
heim 22. jan. 1919. Vann fyrst í þjónustu Canada Pac.
félagsins og hefir lengi haft knattborðsstofu í Winnipeg.