Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1936, Qupperneq 48
50
Eina dóttir eiga t>au hjón, Ráðhildi að nafni, gift hérlend-
um manni (Lorne Lyndon), búsett í Winnipeg. Son einn
áttu þau, Óskar að nafni, sem féll í stríðinn mikla 1918.
Hann innritaðist í herinn samtímis föður sínum. Óskar
var efnismaður og bezta mannsefni. Stefán hefir ekki
verið stórefnamaður, en hefir jafnan verið í góðum
kringumstæðum.
TORFI SVEINSSON. Fæddur á Fellsenda í Miðdölum
í Dalasýslu, sonur Sveins bónda Ólafssonar á Fellsenda
og Síðu í Hundadal, móðir hans hét Guðríður. Torfi var
þrígiftur. Fyrsta kona hans hét Guðrún Gísladóttir. Mið-
kona Torfa var Kristjana Jónsdóttir. Þriðja kona Torfa
var Guðrún Jónsdóttir, fædd á Þórólfsstöðum í
Dalasýslu. Foreldrar hennar Jón Jónsson og Ingi-
björg Jónsdóttir á Þórólfsstöðum, síðar á Hömrum í
Haukadal. Torfi kom vestur 1887 og var Guðrún með
honum og giftust hér og settust að í Glenboro og bjó
hann þar til dauðadags. Vann algenga vinnu og bjarg-
aðist vel. Hann var maður nokkuð forneskjulegur, greind-
ur og skemtilegur í samræðum. Arið 1902 varð hann
fyrir slysi, lenti undir þreskivél, sem hann var að vinna
við og brotnaði ægilega, lifði við örkumbl upp frá því.
Hann dó I. des. 1905. Guðrún kona Torfa er góð kona
og greind og ram-íslenzk. Býr hún enn í Glenboro.
Börn hennar og Törfa eru: Matthías, giftur Emmu
Jónsdóttir Árnasonar, eiga heima í Glenboro. Ingibjörg;
gift hérlendum manni í Edmonton, Alta; Kristmann, féll
á Frakklandi í ófriðnum mikla 1. okt. 1918. Guðrún átti
einn son áður hún giftist Torfa, Jón M. Olson, var bóndi
nálægt Markerville, Alta., hæfileikamaður og vel metinn.
Giftur Sigrúnu Krisljánsdóttir Sigurðssonar bónda í Ar-
gylebygð. Hann dó 31. okt. 1934.
GUÐMUNDUR G. BACKMAN, hann var fæddur 4.
nóv. 1 876 á Dúnkárbakka í Hörðadalshrepp í Dalasýslu.
Foreldrar hans voru Guðni Jónsson og Guðný Daniels-
dóttir sem bjuggu á eignarjörð sinni Dúnkárbakkar í 22
ár. Guðmundur kom til Vesturheims 1885. Áður enn
hann kom til Argyle vann hann í þrjú ár hjá skozkum