Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1936, Síða 54
Öldungurinn
Einar Cuömundsson.
Eftir próf. Richard Beck.
Þeir atburðir eru sér í lagi verðir frásagnar, sem
að einhverju leyti skera úr hinu hversdagslega og al-
menna. Á sama hátt eru sögur einkum sagðar af þeim
mönnum, sem um eitthvað eru frábrugðnir öllum þorra
samferðamanna sinna, að
æviferli eða afrekum.
Sá maðurinn, sem hér
verður stuttlega sagt frá, á
yfir miklu lengra æviskeið
að líta en alment gerist, og
er því fylhlega frásagnar-
verður frá því sjónarmiði
einu saman; þar við bætist,
sem stórum meira er um
vert heldur en ævilengdin,
þó fágæt sé, að hann hefir
unnið drjúgt dagsverk og
nytsamt, og skipað vel rúm
sitt á bekk vestur-íalenskra
bænda.
Oldungurinn Einar
Guðmundsson, sem verður
102 ára gamall í næstu janúarlok, endist honum aldur,
mun eflaust elstur íslendingur vestan hafs, og ekki ólíklega
elsti íslendingur núlifandi; því að nýlega var þess getið
í íslenskum blöðum. að látist hefði elsti maður landsins,
á 102. aldursári. Einar er, eins og nánar mun greint
verða frá, Austfirðingur að ætt og uppruna, og er svo að
sjá, sem sumt fólk nái óvenjulega háum aldri austur þar.
Merkiskonan Ólöf Bjarnadóttir á Egilsstöðum á Völlum