Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1936, Síða 55
57
varS t. d. 101. árs gömul 1. nóvember sí&astliðinn, og
skyldi mig ekki kynja, þó hún reyndist vera elst landa
sinna austan hafs.
Einar GuSmundsson er fæddur að Kolfreyjustað í
Fáskrúðsfirði í Suður-Múlasýslu 29. janúar, 1834, sonur
þeirra hjónanna Guðmundar Magnússonar og Margrétar
Pétursdóttur. Er hann fæddist, voru foreldrar hans
vinnuhjú hjá síra Ólafi Indriðasyni og fyrri konu hans
Þórunni Einarsdóttur; en árið eftir fóru þau að búa á
Brimnesi þar í sveit, og dvaldi Einar þar hjá foreldrum
sínum fram yfir tvítugsaldur. Voru þau sex systkinin, í
aldursröð sem hér greinir: Magnús, Guðrún, móðir frú
Þórunnar Richardsdóttur Sivertsen í Höfn í BorgarfirSi
syðra og þeirra systkina, Eyjólfur, er fluttist til Winnipeg
og dó þar. Einar, Anna, amma RikkarSs Jónssonar lista-
manns í Reykjavík, og Ingibjörg.
Eyjólfur bróSir Einars átti tvær dætur, Onnu, Mrs.
E. Gíslason, til heimilis S Winnipeg, og Jónínu, Mrs. C.
Pálson, að Gerald, Sask. Ingibjörg systir Einars giftist
FriSrik Jóhannessyni, og áttu þau tvær dætur, GuSrúnu,
Mrs. Gunnar Th. Gunnarsson, nálægt Milton, N. D., og
GuSnýju, Mrs. B. S. Thorwaldson í Cavalier, N. D. Ingi-
björg á einnig son, er GuSni Goodman heitir, í Seattle,
Wash.; hún er nú níræð orðin og farin að heilsu, og hefir
um langt skeið átt heima hjá dóttur sinni og tengdasyni
í Cavalier.
Upp úr tvítugsaldri fluttist Einar GuSmundson frá
foreldrum sínum og varð vinnumaður á HallfreSarstöSum
í Hróarstungu hjá Páli skáldi Ólafssyni og fyrri konu
hans Þórunni Pálsdóttur. Dvaldist hann þar í þrjú ár.
Þá bjuggu í tvíbýli viS Pál, GuSmundur Bjarnason og
kona hans; höfSu þau tekið til uppfósturs eina af dætrum
Asgríms bónda GuSmundssonar á Hrærekslæk í NorSur-
Múlasýslu, GuSrúnu að nafni, er nú var komin á fullorð-
ins ár. HneigSust saman hugir þeirra Einars og GuSrún-
ar, og giftust þau í ágúst 1860. Settu þau bú saman vorið
eftir á GaltastöSum í Hróarstungu, og bjuggu þar í 1 7 ár;
farnaðist þeim vel í búskapnum, eftir því, sem þá gerðist.
Þeim hjónum varð tveggja barna auðið; dóttir þeirra
Margrét dó á fermingaraldri, en GuSmundur sonur þeirra,