Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1936, Page 58
FRIÐRIK H. FLJÓZDAL
Vestur-ísfenshur verfclýtísforlngi.
Eftir prófessor Richard Beck.
ÞaS hefir löngum verið einkenni góðra íslendinga,
aS una illa því hlutskifti, að af þeim færu engar sögur.
Frá norrænum forfeðrum sínum, er töldu frægðarorð
unninna dáða eftirsóknarverðast lífsins gæða, hafa þeir
erft þann hugsunarhátt, að vilja skipa svo rúm sitt, að
þess sæust nokkur merki að þar helðu atkvæðamen að
verki verið. Rauplaust má segja þaÖ, að Islendingar
vestan hafs hafa margir hverjir, drengilega sýnt þann
hugsunarhátt í athöfnum sínum á ýmsum sviÖum. Er
það bæði glæsilegasti þátturinn í örlagaríkri sögu þeirra,
og niðjum þeirra verÖug fyrirmynd.
Hér verður í nokkrum dráttum rakin saga eins þeirra
íslendinga hérlendis, sem varpað hafa bjarma verðskuld-
aðs frægðarorðs á ættjörð vora og ættstofn, þó ekki hafi
verið hátt um hann látið vor á meÖal. Það er verklýðs-
foringinn FriÖrik H. Fljózdal, forseti Bandalags Járn-
brautarmanna (Brotherhood of Maintenance of Way
Employes) í Norður Ameríku. Flestum mun þó í fersku
minni, að hann var einn af fulltrúunum fimm, sem Banda-
ríkjastórnin sendi á Alþingishátíðina 1930, og var hans
vitanlega minnst í íslenskum blöðum beggja megin hafs-
ins í því sambandi. Annars veit eg ekki til, að neitt hafi
verið ritað um hann á íslensku, nema einkar vinsamleg
grein eftir hr. G. Eyford í Lögbergi í september 1928. Er
Fljózdal þess þó meir en maklegur, að saga hans sé í
letur færð á móÖurmáli hans, jafn ágætlega og hann
hefir rutt sér braut til mannvirðinga í öflugum félagsskap,
og með starfsferli sínum aukið hróður heimalands síns.