Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1936, Qupperneq 61
63
(national legislative representative) í Washington 1918.
AS þeim tíma liðnum var hann kosinn vara-forseti
Bandalagsins, og fluttist þá til Minneapolis, Minnesota.
Þrem árum síðar, 1922, hlaut hann kosningu sem forseti
þess, og settist t>á að í Detroit, Michigan, þar sem það
hefir aðal-skrifstofur sínar.
En Fljózdal laetur sér fleira við koma heldur en
verkamannamálin, þó þau séu eðlilega aðal-áhugaefni
hans. Hann er kirkjumaður ágætur, og á sæti í fulltrúa-
ráði kirkju sinnar í Detroit. Ber hann einkum fyrir brjósti
hag sunnudagsskólans og hin ýmsu félög karlmanna
innan kirkjunnar. Hann er einnig áhugasamur félagi í
Reglu Frímúrara, hefir tekið hin hæstu stig innan regl-
unnar, og skipað þar virðingarstöður. Hann er góður
ræðumaður og skemtilegur, að dómi kunnugra; enda er
sótt eftir honum til ræðuhalda bæði í félagsdeildum
verkamanna og margskonar öðrum félögum víðsvegar
um Michigan-ríki.
Fljózdal kvæntist 1893, í Warren, Minnesota, mynd-
ar og ágætiskonu af sænskum ættum. Eiga þau fimm
börn á lífi. Dættur þeirra eru: Mrs. Madelin Pagel, Minn-
eapolis, Minnesota; Mrs. Edna Wagner, Detroit, Mich-
igan; Mrs. Olive Sweet, St. Paul, Minnesota; og Mrs.
Myrtle Frary, Marshall, Minnesota. Sonur þeirra, Leonard
Frederick, er framkvæmdarstjóri (district manager) Pont-
iac-deildar General Motor félagsins í Grand Forks, N. D.
Öll eru börn þeirra Fljózdals-hjóna hin mannvænlegustu.
Yngsta barn þeirra, efnispiltur, dó nær hálf-þrítugur.
Síðan hann fluttist frá Minneota 1889 hefir Fljózdal
að mestu verið fráskilinn löndum sínum, að undanteknu
árinu 1917-1918 (talið frá hausti til hausts), er hann og
fjölskylda hans áttu heima í Winnipeg. Heyrði hann
því eigi íslenska tungu talaða árum saman. Fer þó fjarri,
að hann hafi týnt henni niður, og varð eg þess var þegar
við áttum tal saman nokkrum sinnum í Reykjavík sum-
arið 1930. Enda hefir hann jafnan fylgst með íslenskum
málum, bæði með því að lesa íslenzk blöð og með heim-
sóknum á æskustöðvarnar í Minnesota-nýlendunni ís-
lenzku.
Kunnugt er mér einnig um, að Fljózdal átti um eitt