Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1936, Síða 66
68
heild sinni, og fóru jafnframt fögrum orðum um hann
persónulega. Einkum var til þess tekið, hversu vel og
fagurlega Green forseta VerklýSssambandsins hafi mælst
í garS heiSursgestsins. (Smbr. blaSiS “Labor”, 6. maí
1930).
Starfsferill Fljózdals er bví aS sama skapi glæsilegur
og störf hans hafa orSiS ávaxtaiík í þarfir stéttarbiæSra
hans. Ekki er heldur langt aS leita skýringarinnar á því,
hversvegna hann hefir hafist úr réttri og sléttri verka-
mannsstöSu í mestan virSingarsess meSal samverka-
manna sinna. Hann hefir veriS trúr sjálfum sér og
umbótahugsjónum þeim, sem hann gekk á hönd snemma
ævinnar. Og sú trúfesti hefir gert sögu hans ævintýriS
um fátæka sveitapiltinn íslenska, sem varS hæfur og
virtur málsvari hundruS þúsunda starfsbræSra hans, járn-
brautarmanna í NorSur-Ameríku, og enn víSar um lönd.
(Heimildir: Samkvæmt beiðni minni hcfir Fljózdal é6Sfúslega látið mér í
té æviatriði sín; mikilvægar upplýsinéar um starf hans í þágu Bandalags Járn-
brautarmanna hefi eg fengið frá James J. Farnan, lögfræðing í Southbend, Ind.,
U. S. A., sem er lögfræðislegur ráðunautur Bandalagsins og fyrverandi vara-
forseti þess og því gagnkunnugur Sögu þess og starfi; loks hefi eg stuðst við rit
þau, sem nefnd eru í grein minni, og haft nokkurt gagn af grein Eyfords. Höf.)
e^yc)