Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1936, Side 67
ÆTTARTALA
<3%g>
Ættartölu þessa var eg beðinn að birta í Almanak-
inu, aí eigenda hennar, Signíði Bjarnadóttur (Mrs.
Ein'ksson, sem er ekkja og býr að Lundar, Mani-
toba.) Ættartalan er samin af Einari prófasti Jóns-
syni frá Hofi, sem nýlega er látinn (1931) og talinn
var að hafi verið einn með fremstu mönnum í
þeirri fræöigrein, sem verið hafi með þjóð vorri,
einkum er snerti ættir Austfirðinga. Sigríði Bjama-
dóttur (Mrs. Eiríksson) er ant um að fá ættartöl-
unni komið á prent, af þeirri ástæðu — meðfram —
að þar er fjölda margra getið, sem flutzt hafa
vestur u.m !haf af Austurlandi og eigi því að hafa
aðgang að ættartölunni sér til fróðleiks og skemt-
unar. Auk þess sem fólk fræðist um ætt sína þar
fær það all-mikið af sögulegum atriðum og mann-
lýsingum, sem fléttað er inn í ættartöluna og gerir
hana aðgengilega til aflesturs, sem óvanalegt er að
íylgi ættartölum.
Einar prófastur Jónsson og Sigrtíður Bjamadóttir
(Mrs. Eiríksson) voru náskyld, skrifaði prófastur
ritgerð, er birtist í Óðni árið 1931 og bar fyrirsögn-
ina: “Vesturfarafjölskyldan”. Er þar sagt frá at-
vikum þeim er leiddu til þess að fjölskylda Mrs.
Eiríkssonar komst vestur hingað og síðan hvernig
henni hefir farnast hér í landi og verður það talinn
all-merkur þáttur í landnámssögu Vestur-íslendinga
á sínum tíma.
Til skýringar við ættartölu þessa er hér birtur