Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1936, Page 76
78
Þórhildarsonar 29. Þorsteinsdóttur 30 Ingólfssonar
er fyrstur bygði ísland, 874, Arnarsonar.
Kona Narfar prests á Kolbeinsstöðum, móðir
Snorra lögmanns var 20. Valgerður dóttir 21. Ketils
prests og lögsögumanns á Kolbeinsstöðum Þorláks-
sonar og konu hans 21. Halldóru. dóttur 22. Þor
valds Gissursonar í Hruna (d. 1235). Faðir hans
var 23. Gissur lögsögumaður í Haukadal, 24. Halls-
son biksupsefni (dó í vígsluför 1150), 25. Teitsson-
ar “hins margláta” prests í Haukadal, 26. Isleifs-
sonar biskups í Skálholti, 1056-1080, 27. Gissurar-
sonar hins hvíta á Mosfelli, Teitssonar.
Kona Þorvalds Gissurarsonar var 22. Þóra. yngri
dóttir Guðmundar gríss á Þingvöllum, er kominn
var af hinum fornu Hofsverjum í Vopnafirði, Bjarna
Broddhelgasyni og Þorsteini hvíta, er bjó 60 ár á
Hofi og var faðir Þorgils föður Broddhelga. Kona
Guðmundar gríss, móðir Þóru, var 23. Solveig dóttir
24. Jóns Loptssonar í Odda á Rangárvöllum, er
mestur var höfðingi á íslandi um sína daga meðal
leikmanna. Hann var sonur Lofts prests í Odda.
sonar Sæmundar hins fróða prests í Odda (a
1133), Sigfússonar. Jón dó 1197. Kona Lofts
prests, móðir Jóns, var 25. Þóra, dóttir 26. Magnús-
ar berfætts Noregskonungs (1093-1103), 27. Ólafs-
sonar kyrra (1066-1093) 28. Haraldssonar harðráða
(1047-1066), 29. Sigurðarsonar sýk konungs í
Hringaríki, 30. Hálfdánarsonar 31. Sigurðarson
hrísa 32. Haraldssonar hins hárfagra, er fyrstur
varð einvaldskonungur í Noregi (d. 933).
Móðir Lof'ts ríka var 17. Sofía, dóttir 18. Eiríks
hins auðga á Möðruvöllum í Eyjafirði (d. 1381), 19.
Magnússonar ríka á Svalibarði við Eyjafjörð (d.
1363), 20. Brandssonar í Höfða við Eyjafjörð, 21.