Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1936, Qupperneq 77
79
Eiríkssonar, 22. Einarssonar 23. 'Gu-ðmundarsonar
hins dýra á Bakka í Öxnadal, 24. Þorvaldssonar
hins auðga (d. 1161), 25. Guðmundarsonar, 26.
Guðmundarsonar, 27. Eyjólfssonar hins halta á
Möðruvöllum í Eyjafiröi, 28. Guðmundarsonar hins
ríka (d. 1025), Eyjólfssonar.
Kona Eyjólfs hins halta, móðir Guðmundar hins
íyrra, var 29. Ingveldur dóttir 28. Halls af Síðu,
Þors'teinssonar.
Kona Bjarna á Ekru var 3. Guðrún Rafnsdóttir,
eldri, dóttir 4. Rafns Eiríkssonar í Syðrivík. Rafn
var fæddur um 1714. Foreldrar hans voru Eiríkur
Jónsson, er kallaður var “guðlausi” (kvaðst “ekki
trúa á sönginn”) og Ingibjörg Jónsdóttir, er sögð
var ættuð vestan aí landi. Þau voru á Efri-'Hólum
í Núpasveit 1703, hann 26 ára, en hún 25 ára
Eiríkur var bróðir Jóns bónda á Oddsstöðum á
Melrakkasléttu, er kallaður var “höfuðsmaður”,
mikill bóndi.
Rafn flutti austur í Vopnafjörð litlu fyrir 1750 og
kvæntist þar Þorbjörgu dóttur Jóns bónda Jónsson-
ar á Egilsstöðum og Guðrúnar konu hans, er eg
hygg, að verið hafi dóttir séra Ólafs á Refsstaö,
Sigfússonar prests í Hofteigi Tómassonar (Barna-
Fúsa), er mikil ætt er frá í Austfjörðum.
Bróðir Þorbjargar var Hjörleifur á Ketilsstööum
í Hlið, sem Eyjaselsættin er frá, faðir Hálfdánar á
Hóli, föður Einars föður Guðbjargar í Fögruhlíð,
móður Kristínar, konu Jóns Þorkelssonar Hannes-
sonar. Þau fluttu frá Tjarnalandi til Ameríku.
Dóttir Rafns og Þorbjargar var Guðrún yngri
Þegar Bjarni var á Surtsstöðum var þar 1 tvíbýli
Bóel Jensdóttir Wíum sýslumanns, ekkja, og var
fyrir búi hennar fóstursonur hennar, Sigurður Jóns-