Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1936, Side 79
81
Pjeturssonar á Hjartarstöðum og var þeirra sonur
Vilhjálmur í Mýnesi, faðir Marteins á Kleppjárns-
stöðum og Jóhönnu Vilhjálmsdóttur (ef'tir fyrri
konu Vilhjálms), móður Þórstínu Þorsteinsdóttur
konu Einars Guðmundssonar Ásgrímssonar á Hræ-
rekslæk, er fóru til Ameríku. Marteinn og Oddný
Vilhjáimsdóttir skildu. Tók hún þá saman við
Bjarna, son Bjarna Kolbeinssonar og Vilborgar
Magnúsdóttur frá Hrafnabjörgum, Þörleifssonar í
Dagveðargerði Högnasonar og átti Oddnýju með
honum 1798 eða 1799. Þá bar svo við, að Sigfús
bóndi í Húsum, Þorsteinsson frá Melum, ætlaði að
aka henni og Þuríði dóttur hennar og Marteins og
þriðju stúlku yfir Lagarfljót á Sleða, en ók í vök á
miðju fljótinu. Þar druknuðu þau Sigfús, Oddný og
Þuríður, en stúlkan þriðja hélt sér fast í sleðann og
varð bjargað. Sigfús og Þuríður urðu þegar slædd
upp, en Oddný ekki. Hún var þá aftur barnshaf-
andi. Lík hennar rak síðar upp suður á Sólheima-
sandi óskert. Þektist það á einhverju, sem hún
hafði á sér.
Faðir Vilhjálms á Ekkjufelli var 5. Árni bóndi í
Húsey, smiður mikill, Sigurðsson bónda á Ekru
(1703), ErlendsSonar. Kona Árna og Móðir Vil-
hjálms var 5. Guðrún, dóttir 6. Vilhjálms bónda
Kolbeinssonar í Húsavík við Borgarfjörð (1703,
42 ára) og konu hans 6. Guðríðar Sigurðar-
dóttur, dóttur 7. Sigurðar bónda á Gilsárvelli,
8. Einarssonar digra, lögréttumanns í Njarðvík
eystra, stundum lögsagnara sýslumanna, d. um
1680 á tíræðisaldri; þótti hann mikilhæfur at-
kvæðamaður. Faðir hans var 9. Magnús Þorvarðs-
son, bóndi í Njarðvík. átti Herborgu dóttur Gott-
skálks prófasts í Glaumbæ, merkismanns, Jónsson-
ar sýslumanns á Geitaskarði, Einarssonar. Móði ■
Gottskálks prfasts var Kristín, dóttir Gottskálks
biskups grimma á Hólum (d. 1520).