Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1936, Qupperneq 80
82
Faöir Magnúsar Þorvarðssonar, var 10. Þorvarður
Björnsson bóndi í Njarðvík. Faðir hans var 11
Björn Jónsson “skafinn” bóndi í Njarðvík. Frá
honum er komin Njarðvíkurætt hin gamla, marg-
menn og mikilhæf ætt í bændaröð, hélst við >
Njarðvík í 263 ár óslitið frá því er Björn kom iþang-
að, til þess að Sigurður Hallsson, Einarssonar, Guð-
mundssonar Hallssonar, Einarssonar digra seldi
hálfa Njarðvík Gísla Halldórssyni prests á Desjar-
mýri, Gíslasonar, 1787 og Gísli náði hinum partin-
um við fráfall eigenda hans.
Kona Björns skafins, móðir Þorvarðs, var 11.
Hólmfríður Þorvarðsdóttir, systir Margrjetar ríku á
Eiðum. Faðir þeirra var 12. Þorvarður Bjarnason.
er fyrst bjó á Eiðum og átti Eiðastólinn með fleiri
jörðum, en keypti Njarðvík 1509 og bjó þar síðan.
dó 1523 eða litlu fyr. Má því segja, að ættin sé
þaðan af óslitið í Njarövík í 278 ár, þó að ekki væri
lcölluð Njarðvíkurætt fyr en frá Birni skafinn dótt-
urmanni Þorvarðs. Þorvarður gaf Hólmfríði dóttur
sinni, ltonu Björns skafins, Nes í Borgarfirði, Snotu-
nes, áður en hann dó, og bjuggu þau þar fyrst.
Faðir Þorvarðs var Bjarni Marteinsson, sýslu-
maður á Ketilsstöðum á Völlum og síðar á Eiðum,
er kallaður var Hákarla-Bjarni (lét veiða 100 há-
karla hvert vor). Kona hans var 13. Rgnhildur
Þorvarðsdóttir; þau giftust á Möðruvöllum í Eyja-
firði 1460. Faðir hennar var 14. Þorvarður ríki á
Möðuvöllum, er átti Margrjeti Vigfúsdóttur Hólms
hirðstjóra. Faðir Þorvarðs var 15. Loptur ríki
Guttormsson á Möðruvöllum.
Önnur dóttir Viljálms á Ekkjufelli var Gróa kona
Einars í Mýnesi Jónssonar prests á Hjaltastað
Oddssonar (er draugurinn glettist við). Var sonur
þeirra Jón í Snjóholti, faðir Runólfs, föður Jóns
Runólfssonar skálds, sem fyrir skömmu er dáinn í