Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1936, Page 81
83
Ameríku, og þeirra systkina. Dóttir Gróu og Einars
var Þuríður móðir Einars á Sævarenda í Loð-
mundarfirði. föður Sigurðar, sem átti Arnbjörgu
Stefánsdóttur frá Stakkahlíð. Hún fór til Ameríku
með börn þeirra Sigurðar, þegar hann var dáinn.
Árni sonur Vilhjálms á Ekkjufelli bjó á Hjartar-
stöðum, var faðir Vilhjálms á Hjartarstöðum, er átti
Guðnýju íöðursystur séra Sigurðar á Hallormsstað,
dcttur Skíða-Gunnars, Þorsteinssonar. Börn þeirra
Vilhjálms voru Vilborg, kona Þorláks Bergvinsson-
ar, Guðfinna, kona Gunnlaugs á Bóndastöðum
(móðir Sigurðar, föður Kristínar söngkonu, er
kallar sig Leonitu Lanzon), Sofía kona Jóhannesar
á Kóreksstöðum og Þorsteinn maður Jóhönnu Vil-
hjálmsdóttur frá Mýnesi.
Margar systur Runólfs í Snjó'holti Jónssonar
fóru til Ameríku: Katrín. kona Þorkels Jónssonar
frá Melum, Halldóra kona Vigfúsar Péturssönar frá
Hákonarstöðum, Guðríður kona Jóns í gröf Kristj-
ánssonar, Guðbjörg kona Gunnlaugs Pjeturssonar
frá Hákonarstöðum, Jóhanna, kona Þorláks Kristj-
ánss. f'rá Eossvelli. Sigríður systir þeirra fór ekki
til Ameríku. En Guðný dóttir hennar fór, kona
Magnúsar Hjörleifssonar, Jónssonar yngra á Nef-
bjarnarstöðum, Hjörleifssonar á Ketilsstöðum.
Börn Runólfs Jónssonar í Snjóholti og systra
hans, börn Sigurðar Einarssonar og Arnbjargar og
börn þeirra Vilhjálms dætra frá Hjartarstöðum:
Vilborgar, Guðfinnu og Sofíu, eru þannig öll fjór-
menningar við Sigríði Bjarnadóttur.
Ivona Björns Vilhjálmssonar móðurmóðir Bjarna
á Heykollsstöðum, var 3, Guðrún Jónsdóttir. Þau
Björn áttu ekki nema 1 barn, Guðrúnu, móður
Bjarna. Dó Guðrún eldri að henni 18. maá 1800.
Birni féllst svo mikið um það, að hann var jafnan