Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1936, Qupperneq 83
85
þ. s. Sigmundur í Gerði. Guðrún var dóttir Vigfús-
ar og Sesselju. Hún var móðir Hielgu Benjamíns-
dóttur konu Páls silfursm. Sigurðssonar frá Eyjólfs-
stöðum. e. Gunnlaugur JónsSon og Ragnhildar var
efnilegur maður, en varð brjálaður öðru hverju, og
svo kallaður “Vitlausi Gunnlaugur”. Hann átti
barn við Ingifojörgu dóttur Guðmundar Sigfússonar
á Eyvindará og Sigríðar Bjömsdóttur frá Selsstöð-
um Vigfússonar prests á Dvergasteini Sigfússonar.
Barnið hét Eiríkur og varð bóndi á Neffojarnarstöð-
um og átti Sigurfojörgu Benediktsdóttur frá Kiols-
stöðum. Þeirra börn voru Sigfús faðir Eiríks á
Skjöldólfsstöðum, mesta sæmdarfoónda, 'Gu'ðmund-
ur í Heiðarseli, Þórdís á Skjöldólfsstöðum, móðir
séra Einars Þórðarsonar í Hofteigi og Björg kona
Jóns hreppstjóra Eiríkssonar á Hrafnafojörgum.
Sonur Gunnlaugs var alment talinn Björn á Ekkju-
felli, þótt kallaður væri Sæmundsson, og er margt
fólk frá Birni. f. Sólrún Jónsdóttir og Ragnhildar
átti Andrés Guðmundsson í Hallfreðarstaðahjáleigu.
Þeima börn voru Andrés á Gestreiðarstöðum og
Sólrún í Bakkagerði tvígift og átti 2 launfoörn.
Annað þeirra var Sigríður Pétursdóttir, kona Þor-
finns á Litlafoakka. Björn sonur hennar og Sig-
urðar fyiva manns 'hennar fór einnig til Ameríku.
Fleiri voru foörn Jóns Sigurðssonar, sem síðast
bjó í Bót, því að foann átti alls 22 foörn, en margt af
þeím dó ungt.
Faðir Jóns var Sigurður Hjálmsson, en eigi er
fullvíst um ætt hans. En móðir Jóns hét 5. Þor-
gerður Jónsdóttir fædd um 1700; er hjá Jóni syni
sínum á Bessastöðum 1762, 62 ára. Móðir hennar
var 6. Kristín Jónsdóttir, dóttir 7. Jóns foónda í
Papey, 8. Guðmundssonar bónda á Melrakkanesi 9.
Bessasonar.
Móðir Kristínar, kona Jóns í Papey, var 7. Helga
Jónsdóttir. dóttir 8. Jóns prests á Hálsi í Hamars-