Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1936, Síða 86
88
konu O'g öll ‘böm sín. e. Sveinbjörg Sveinsdóttir
átti Jón Guðmundsson frá Hafrafelli. Þeirra börn:
Jón og Vilborg, bæði gift í Seyðisfirði og Einar
Sveinn (skaut sig óviljandi ungur).
Faðir Sveins í Götu var 3. Einar Sigurðsson, er
síðast bjó í Götu, sonur Sigurðar á Þorvaldsstöðum
í Skriðdal, Magnússonar á Borg og konu Sigurðar:
Bóthildar, systur Stefáns í Litla-Sandfelli, er Sand-
fellsætt er frá. Þau voru börn Magnúsar á Dísa-
stöðum í Breiðdal, Ólafssonar á Skriðu í Breiðdal
(1703, 54 ára) Eyjólfssonar. Verður þetta ekki
rakið lengra.
Kona Einars í Götu, móðir Sveins var 3. Sigríður
Einarsdóttir. Dóttir Einars og Sigríðar, systir
Sveins, var Þórunn fyrri kona séra Ólafs Indriða-
sonar, móðir Páls á Hallfreðarstöðum, Ólafíu konu
Björns Pétursson og Önnu konu séra Sigeirs Páls-
sonar móður Stefaníu konu séra Sæmundar í
Braungerði, móður séra Geirs Sæmundssonar,
vígslubiskups á Akureyri. Sigríður, móðir Sveins
í Götu var dóttir Einars Björnssonar bónda á Gunn-
laugsstöðum og konu hans 4. Þórunnar Eyjólfsdótt-
ur, dóttur 5. Eyjólfs bónda á Útnyrðingsstöðum og
Höfða og síöast Ketilsstöðum á Völlum, 6. Þórðar-
sonar á Útnyrðingsstöðum, 7. Péturssonar lögréttu-
manns á Eyvindará 8. Ásmundssonar ríka á Ormar-
stöðum (d. 1675) 9. Jónssonar klausturhaldara á
Skriðuklaustri, sonar Einars Ásmundssonar á Ket-
ilsstöðum á Völlum og 10. Málfríðar dóttur 11.
Bjarna sýslumanns Erlendssonar á Ketilsstöðum
og Guðríðar, dóttur Þorsteins sýslumanns Finn-
bogasonar, systur Úlfheiðar konu Árna Brandsson-
ar á Bustarfelli. Faðir Bjarna var 12. Erlendur
sýslumaður á Ketilsstöðum, sonur 13. Hákarla-
Bjarna sýslumanns og Ragnhildar Þorvarðsdóttur,
Loptssonar ríka. Erlendur var bróðir Þorvarðs á
Eiðum og í Njarövík.