Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1936, Page 90
92
(1703), og konu hans 7. Hólmfríðar Pálsdóttur,
systur Odddnýjar móður Árna ríka á Arnheiðar-
stöðum. Faðir iþeirra var 8. Páll bóndi á Brekku í
Fljctsdal sonar Jóns Þorkelssonar í Görðum og 9.
Kristínar konu hans. Móðir hennar var 10. Guðrún
11. jónsdóttir, 12. Þorsteinssonar jökuls á Brú, er
þar bjó, er plágan mikla síðari kom hingað í land
1494, og flutti þá inn undir jökla, en eftir 4 ár að
Brú aftur og bjó þar síðan.
Kona Eiríks Einíkssonar móðir Vilborgar í Götu
3. Margrét Jónsdóttir var dóttir 4. Jóns bónda á
Hóli í Fljótsdal, bróður Þorsteins á Melum, sem
Melaættin er frá. Faðir þeirra var 5. Jón bóndi á
Hákonarstöðum. 6. Þorsteinsson, bónda á Eiríks-
stöðum og Hákonarstöðum (fæddur um 1652), 7.
Magnússonar á Eiríksstöðum, 8. Þorsteinssonar á
Brú og Eiríksstöðum, 9. Sigurðssonar á Brú, 10.
Magnússonar á Brú, er sagt var að byggi 70 ár á
Eíradal 11. Þorsteinssonar jökuls' á Brú.
Jón Esphólín segir í Árbókum sínum að Þorsteinn
Jökull haíi verið sonur Magnúsar Þorkelss'onar
sýslumanns á Skriðu í Reykjardal, og bróðir Jóns
ríka á Svalbarði. Sú ætt er rakin til Egils Skalla-
grímssonar á Borg. Þorsteinn á Melurn var 6.
liður frá Þorsteini jökli.
Kona Jóns Jónssonar á Hóli móðir Margrétar,
móður Vilborgar í Götu, var 4. Gróa Erlendsdóttir.
Hún dó á Egilsstöðum hjá Þorsteini syni sínum 5.
maí 1810, 70 ára. Börn hennar og Jóns, auk
Margrétar voru a. Arndís, gift á Útsveit, en ekki
kom ætt af ihenni. Hún. móður hennar og börn
þeirra dóu öll á einni viku í landfarsótt. b. Þor-
steinn bóndi á Egilsstöðum í Fljótsdal. Börn hans
voru Ingibjörg kona Stefáns Jónssonar á Stefáns-
stöðum. Lítið um afkvæmi þeirra. Guðrún kona
Jóns Pálssonar í Víðivallagerði, móðir Þorsteins í
Víðivallagerði, föður Páls bónda tf Tungu í Fá-