Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1936, Page 96
98
Móðir Jóns lögmanns á Reynistað, kona Sigurðav
sýslumanns, var 9. Guðný dóttir 10. Jóns bónda á
Ökrum í Skagafirði Grímssonar lögmanns á Ökrum,
en móðir Jóns var 11. Guðný kona Gríms lögmanns
dóttir 12. íxorleifs hirðstjóra á Reykhólum, sonar
13. Bjöms ríka sýslumanns og hirðstjóra á Skarði á
Skarðsströnd, er Englendingar drápu í Rifi á Snæ-
fellsnesi 1467, Þorleifssonar. Kona hans var Ólöf
dóttir Lopts ríka, hinn nafnkunni kvenskörungur.
Hún hefndi manns síns grmmlega. Móðir Björns
var 14. Kristín Björnsdóttir, kölluð “Vatnsfjarðar-
Kristín”, bjó í Vatnsfirði, mikilhæf kona, dóttir 15.
Björns Jórsalafara, nafnkunnugs höfðingja, bónda
í Vatnsfirði, d. 1415, 16. Einarssonar riddara í
Vatnsf'irði (d. 1383) Eiríkssonar. Móðir Einars var
17. Vilborg dóttir 18. Einars í Vatiisfirði, Þorvalds-
sonar Vatnsfirðings Snorrasonar. 19. Þorvaldur
faðir Einars (d. 1228) var sonur 20. Snorra Vatns-
firðings (d. 1193), 21. Þórðarsonar prests í Vatns-
firði, (átti Sigríði Hafliðadóttur Márssonar), sonar
22. Þorvalds Kjartanssonar í Vatnsfirði, sonar 22.
Kjartans í Vatnsfirði og Guðrúnar Halldórsdóttur
Snorrasonar goða, Þorgrfmssonar. Kjartan var
sonur Ásgeirs goða í Vatnsfirði og konu hans 23.
Þorbjargar digru, dóttur Ólafs pá í Hjarðarholti,
Höskuldssonar, og konu hans 24. Þorgerðar, dóttur
25. Egils Skallagrímssonar á Borg.
Móðir Einars í Vatnsfirði, seinni kona Þorvalds
Vatnsfirðings var 19. Þórdís dóttir 20. Snorra
Sturlusonar, lögsögumanns og sagnaritara í Reyk-
holti (d. 1241).
Móðir Árna á Móbergi var 7. Þórunn, dóttir 8.
Árna bónda á Grýtubakka Magnússonar. Móðir
Árna 9. Þurn'ður, laundóttir 10. Sigurðar prófasts á
Grenjaðarstað, 11. Jónssonar biskups Arasonar.