Afturelding - 01.07.1942, Qupperneq 11

Afturelding - 01.07.1942, Qupperneq 11
•AFTURELDING 47 tveim, er áðiir hai'a verið halrtin á Sauöárkróiii. Trúaða fólkið fann þetta Ijóslega og utanviðstand- andi höfðu orð á því. Aðsókn að vakningasamkomunum var miklu meiri, en á undanförnum mótum. Samkomuhús- ið Bifröst, sem leigt var fyrir samkomurnar og rúmar á þriðja hundrað í sæti, var fullt öll kvöld vikunnar, nema fyrstu kvöldin, því að þá var fjöldi manns brottu úr bænum. Fyrirkomulag mótsins var á þessa leið: Bæna- samkomur kl. 10£ f. h., biblíulestrar kl. 4 og vakn- ingasamkomur kl. 8|. Svo heppilega vildi til, að allir leiðandi bræður innan starfsins voru á mót- inu, en það er í fyrsta skipti, sem þeir hafa get- að mætt allir á sumarmóti. — Boðun Orðsins var því ekki bundin við fáa eina. 1 biblíulestrunum komu fram margvísleg efni svo sem: Þýðing frjálsra safnaða á biblíulegum grundvelli; nauð- syn hins andansfyllta trúarlífs; eining og fast- heldni við hma heilnæmu kenningu, eins og Guðs Orð opinberar hana án lillits til erfðavenja og kirkjusiða; einkenni hinna síðustu tíma, sögð fyr- ir í Guðs Orði, svo sem: forherðing, fráfall, og ýmiskonar villukenningar o. fl. o. fl. Mikil bæn, söngur og gleði var einkennandi fyrir mótið. Aftur og aftur hafði utanviðstand- andi fólk orð á því, hvað gleðin væri mikil og augljós hjá hvítasunnufólkinu. En það er ekkert undarlegt, þó að hinir endurleystu gleðjist stór- lega, enda er það vilji Guðs: »Verið því eigi hrygg- ir«, segir Nehemía spámaður, »því að gleði Drott- ins er hlífiskjöldur yðar« (Neh. 8, 11). Enginn hefir jafn ríka ástæðu til að vera glaður á þess- ari jörð og þeir, sem vita að nöfn sín eru inn- rituð í himininn. (Lúk. 10, 17—20). Guði til dýrðar má segja það, að blessunarrík- ur árangur varð sýnilega af mótinu. Sálir tóku á móti boðskapnum og létu frelsast. Guði séu þakkir fyrir það. Þá fór og fram skírnarathöfn,’ þar sem þrjú trúsystkini lýstu yfir því að þau vildu deyja og rísa upp með Kristi. Skiptu þá vinirnír verkum með sér þannig, að á sama tíma og skírn-i arsamkoma var frammi í Varmahlíð, var af öðr- um haldin vakningarsamkoma á Sauðárkróki. Því fleiri hermenn, því fleiri herdeildir getnr Drott- inn sent út í bardagann. Af mörgu að dæma má álíta, að enn sé ekki í Ijós leitt, nema lítið af þeim árangri, sem við teljum að mótið hafi náð. Það er alveg víst, aö svo margt ungt trúað fólk, sem hér var saman komiö þessa daga á Sauóárkróki, hefir gei'iö mein vitnisburð um sanngildi trúaiúnnar, en auövelt er aó lýsa. Án þess að vilja rýra hlut nokkurs, hygg ég, að söngflokkurinn undir stjórn Sigurmundar Einarssonar frá Vestmannaeyjum, hafi vakið mesta athygli. Hreinn vantrúarmaður sagði, eft- ir að hafa hlýtt á söngflokkinn syngja: »Það er ómótmælanlegt, að hvítasunnufólkið hefir yfir óvenjulegum kröftum að ráða«. Og þeir kraftar eru Guðs kraftar, bæti ég við. Meðal söngfólksins voru sjö systkini frá Vest- mannaeyjum, börn sama föðurs og sömu móður. Sungu þau saman af og til. Ýmist sungu þau öll jueð hljóðfærum, cða þau sungu kórsöngva með öllum röddum. Er það sennilega fátítt, ef til vill einsdæmi hér á landi, að sjö systkini séu öll svo söngvin, að þau geti þetta svo að vel fari? Á laugardagskvöld komu þrír hvítasunnubræð- ur frá Reykjavík til þess að vera xneð okkur síð- asta daginn. Þeir voru sinn af hverri þjóð: Islend- ingur, Englendingur og Norðmaður. Otlending- arnir höfðu aðeins 70 klukkustunda frí frá skyld- um sínum í hernum. Báðir voru þeir okkur áður kunnir frá starfinu í Reykjavík og uku nú mjög á gleði okkar með komu sinni og íslenzki bróð- irinn ekki síður, Páll Einarsson. Þannig voru ótai elfarkvíslir, sem glöddu Guðs borg. Og ekki má gleyma veðurblíðunni. Hún var einstök. Hrein- viðri og sólskin allan tímann, og blá fjöll stóðu eins og útverðir um byggð og bæ vorlanga daga. Svo kom mánudagurinn með regni, eins og upp- fyllta ósk sáðmannsins, er gengið hefir út að sá. Brottfararstundin var komin. Vinirnir röðuðu sér í bílana og þeir runnu af stað. Hópurinn skipti leiðum. Annar fór véstur um Vatnsskarð og suð- ur til skyldustarfa sinna. Hinn norður Öxnadals- heiði og til Akureyrar, til að spynna meira gull úr þeim fáu dögum, sem enn voru cftir af sum- arfríinu. „Mikill hluti söngfólksins fór til Akur- eyrar, þó ekki allt. Hátíðin á Sauðárkróki var búin. En nafn Jesú, sem gaf okkur þetta ógleymanlega sumarmót, yerður sem »hnýti með myrru«, er ber okkur ilm og angan, unz við hittumst jafnmörg eða fleiri á næsta sumarmóti (Ljóðal. 1, 13). I fyrsta lagi þökkum við Guði fyrir mótið, þar næst vinunum á Sauðárkróki fyrir risnu og tak- markalausan kærleika, og loks hverjum einstakl- ingi, sem sótti mótið, því að hver og einn var ómissandi hlekkur í keðjunni. Á. E-

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.