Afturelding - 01.09.1946, Blaðsíða 6

Afturelding - 01.09.1946, Blaðsíða 6
AFTURELDING SniDariótið i festianiðeijai Þá er nú sumarmótið 1946 liðlð, enda þótt áþrit þesa muni vara lengi enn. Frammi í stafni m/b Gíja Johnseti stóðum við nokkur saman. 1 liugum okkar 6kiptust á eftirvœnt- ing «g aðdáun, eftir því sem við nálguðumst tignarleg, grasigróin Eyjabjörgin. Loftið titraði af söng bjarg- fuglanna og tilbreytingarlausum nið hafsins. Ósjálfrátt minntist maður orða skáldsins: „Yndislega Eyjan mín“. — Eftir 4y? kl.st. ferð með bátnum vorum við loks að beygja fyrir Yztaklett. Oft Iiöfum við séð hann gnæfa hnarreistan upp úr livítfreyðandi brimlöðrinu — tignarlegan í baráttunni við ægimátt hafsins, en nú heilsaði hann okkur svo undur blíðlega og vina- lega, eins og ógnir vetrarstormanna væru honum óþekktar. Á bryggjunni stendur glaður og eftirvæntingarfull- ur hópur af vinum úr Betel. Mikið hefur verið beðið fyrir þessu móti, en þó er eins og einhver angur- værðarkennd geri vart við sig, þar sem margir trú- boðanna og forstöðumannanna gátu ekki verið með okkur í þetta sinn. Ef til vill hefir þetta þó aðeins knúið fram innilegri bæn til Guðs um handleiðslu lians á mótinu. Svo hélt allur hópurinn af stað upp í Betel, þar sem fólkinu var raðað niður í dvalarstaðina, er búið var að undirbúa með umhyggju. Einn af verzlunarmönnum bæjarins hafði góðfús- lega lánað stórt og gott matsöluhús. Þar var svo sameiginlegt borðhald, og meðan mótið stóð yfir, feng- um við bókstaflega að sannreyna orðin: „neyttu fæðu með fögnuði og einfaldleik hjartans —“, Post. 2; 46, og að „sá sem vel liggur á, er sífelt í veizlu“. Orðskv. 15; 15. Þessi gleðiandi livíldi yfir öllu mótinu, því að við fundum, að Drottinn var mjög nálægur okkur — nálægur á bænasamkomunum, biblíulestrunum og almennu samkomunum. Hver getur gleymt sólríku síðdegisstundioni úti á túninu, þar sem liundruð manna höfðu safnazt saman og hlýddu með atbygli á binn fagra, laðandi söng og brennadi vitnisburði? Sú stund var ein af þeim, er ógjarnan mást úr vitundinni; og kvöldsamkoman i fagurlega skreyttum salnum, þar sem sænskur, norsk- ur og íslenzkur fáni, tengdir saman á listrænan liátt, blöstu við okkur og voru vitni þess, að Konungur kon- unganna og Drottinn drottnanna fór sigurför frá hjarta til hjarta með leiftri hins tvíeggjaða sverðs, sens Guðs Orð er. Já, okkur mun Seiut úr minni líða sú sýn, er ungir 54 og gamlir risu djarflega á fætur og gáfu til kynna, að þeir vildu fylgja Kristi heilshugar — voldugur sig- ur fyrir Guðs ríki —. Eða getum við gleymt eí'tirsamkomunum, bæna- nóttunum, þegar raust turtildúfunnar heyrð'st og liinn mildi, dýrlegi þytur hvítasunnunnar fyllti björtu okkar, og Jesús skírði í Heilögum Anda, alveg eins og í frumkristninni? Nei, við munum ekki gleyma því, og sízt þeir sjö, er reyndu þetta undur; ekki beldur brotningu brauðs- ins, er var ein þeirra liátíðisstunda, er sjaldan gefast, - eða lækningasamkomunni, þar sem kraftur Guðs til lækninga var svo uudra nærri, og víst er um það, að á þessu móti gaf Guð bænasvör varðandi líkamlega lækningu. Kona nokkur, er hefir legið lengi á sjúkra- beði, vegna alvarlegs sjúkdóms í bakinu, var lögð fram til fyrirbænar fyrsta dag mótsins. Sagði bún mér síðar, að sama kvöld hefði hún verið rannsökuð eða lækn- arnir tekið mynd af bakinu, og kom þá í ljós, að hún var orðin heil. — Eftirtektarvert, að rannsóknin skyldi einmitt fara fram þennan dag —. Aniiars var þetta mót svo alhliða, að manni fund- ust dagar postulanna vera yfirstandandi. Við lifðum hvítasunnuna á ný -— bvítasunnu 1946. Hvað það er dásamlegt að búa í landi, þar sem Guðs Orð má boða frjálst og á þeim tímum, sem Guð í náð sinni og kærleika mettar hungraðar og þyrstar sálir, Hallelúja. Á þessu móti, sem jafnframt var afmælishátíð hvíta- sunnuhreyfingarinnar á íslandi, fengum við kveðjur frá trúsystkinum okkar í Bandaríkjunum, Noregi og Svíþjóð. Kveðja var send til forseta íslands og var herni svarað á sama liátt, og brennandi bænir stigu upp fyrir forv'ígismönnum þjóðar okkar og þjóðinni allri. Dýrleg vakningabylgja yfir landið, er ósk okkar og bæn og við trúum því, að bún komi og við getum framvegis sungið baráttukór mótsins: „Með sigri fer hann fram“. Arnulf Kyvik. Ummæli blaðs „Ví<Vir“ í Vestmannaeyjum skrifar 30. júlí eíðastliðinn und- ir fyrirsögninni: „Hátíð Hvítasunnuhreyfingarinnar". „Á l>cssu ári voru liðin 25 ár síðan starf Hvitasunnuhreyf. ingarinnar hófst hér í Vestmannaeyjum. Hreyfingin átti í fyrstu mjög erfitt uppdráttar, en Iiefur eflzt með ári hverju og unnið í Btarfi sínu nýja og nýja sigra og kraftur Guðs Orðe hefur vakið fleiri og fleiri sálir af svefni sjrndarinnar.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.