Afturelding - 01.09.1946, Blaðsíða 11

Afturelding - 01.09.1946, Blaðsíða 11
AFTURELDING Einar 3. Glslason Þetta hefi ég reynt Ég var ekki gamall, þegar andlegu málin fóru að snerta viS sálarlífi mínu. Er það ekki með öllu ástæðulaust, þar sem ég á frelsaða móður. Var lienni eðlilega umliugað um það, að lifandi og sannur kristindómur hefði álirif á líf mitt. Með því fyrsta, sem ég man eftir, var, að ég var á kristilegum samkomum í faðmi móður minnar. Má því segja um mig eins og stendur um Tímóteus, samstarfsmann Páls postula, að hann „frá blautu barnsbeini þekkti Heilagar Ritningar“. — Það eru mikil forréttindi. Þeim, sem lesa þennan vitnisburð, gæti e. t. v. dottið í bug, að ég befði alltaf lifað Guði velþóknanlegu lífi. — Nei, ekki var það svo. Ég kynntist syndinni og afleiðingum bennar, óróleika og vondri samvizku. Ég vildi liafa frið við Guð og menn og þekkja aðeins „bið góða, fagra og fullkomna“. Mér bafði verið bent á veginn til Guðs, fyrir fórnarverk Jesú Krists á Golgata. Þess vegna vildi ég reyna í barnslegri trú, að öðlast frið við Guð, bví að ég fann og vissi, að ég varð, eins og Biblían kallar það að endurfæðast. Fimmtudagurinn 29. desember 1932, er einn af ; minnisstæðari dögum í lífi mínu. Þá um kvöldið á samkomu í Betel,, Vetsmannaeyjum, beygði ég kné mín fyrir Drottni, bað Hann að taka mig að sér, eins og ég var. Reynsla mín var samkvæmt orðum Jesú í Jób. 6, 37, þar sem *Hann segir: „... og þann | sem til mín kemur, mun ég alls ekki burt reka“. Ér öðlaðist sálarfrið og óumræðilegan föghuð. Slíkt bafði ég aldrei þekkt áður, þetta var alveg nýtt fyrir mér. Ég var virkilega fæddur að nýju. Þegar þetta ekeði var ég 9 ára gainall. Einhver beldur e. t. v. að þetta sé prentvilla. — Nei, ég var aðeins 9 ára, þegar ég var fullvís um persónulegt samfélag við Guð og bluttakandi eilífs lífs. Já, slíkur er Drottinn, þegar óskipt, leitandi lijarta þráir að finna Hann. I spádcmsbók Jercmía 29, 14. stendur: „Þegar þér leitið mín af öllu lijarta, vil ég láta yður finna mig“. Ég lifði sæll með Guði fram eftir vetri 1933. En vegna vanþroska míns sjálfs, gætti ég ekki, sem skyldi, að varðveita liið nýja líf með bæn og lestri Guðs orðs, ásamt góðuin siðum. Dofnaði svo bið andlega líf mitt og ég fjarlægðist, unz svo var koinið, að ég féll alveg frá. Af ávöxtunum þekktist ég þá. Það voru ávextir, sem ég í dag blygðast mín fyrir, því að þeir leiða að lokum til dauða, sbr. Róm. 6, 21. Gamall ísl. málsbáttur segir: Ein syndin býður annari lieim. Það leiðir þá af sjálfu sér, að sá maður, sem ætlar að njóta þess sem heimurinn liefir upp á að bjóða, verður að leita úr einu í annað, því að livergi er saðning að fá fyrir sálina í þeim efnum. Við sjáum það í kringum okkur daglega og næst- um allstaðar, livernig menn reyna að fá löngunum sínum fullnægt. Ungir menn, sem eitt sinn áttu bjart- ar framtíðarvonir og e. t. v. glæsileg tækifæri, sitja nú í dag fjötraðir í ánauð ýmiskonar lasta, vegna þess að þeir gættu sín ekki. Þeir byrjuðu að leika sér við litla synd, en í dag cru þeir þrælar lastanna. Ef ég ætti að rekja, hvernig ég komst út í syndalífið og fékk að reyna, hvemig ein syndin bauð annari heim, þá byrjaði ég á þessum „saklausu barnaböll- um“, sem tíðkuðust stöku sinnum í „stúkunni“, sem ég var í. Þau urðu til þess að vekja löngun til þess sem var meira og stærra. Þá komu kvikmyndirnar, ásamt dansleikjum. næturvökum, tóbaksreykingum og öðru óheilbrigðu líferni. Eðlilegast væri að álíta, að þeir sem liafa svo margt sér til afþrcyingar, befðu fundið liamingju og sanna 59

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.