Afturelding - 01.09.1946, Blaðsíða 12

Afturelding - 01.09.1946, Blaðsíða 12
AFTURELDING gletfi. Ég vildi trúa [)ví. ÞesiTvegná hélt ég áfram að lifa þessu lífi. En var það nú virkilega svo, að maður væri innst inni ánægður? Nei, það var ekki. Þegar allt kom til alls, þá voru ávextirnir vonbrigði og gleðisnautt lijarta. Ekki gat Iieldur svona líferni gefið manni von um betra líf liinumegin, ef til væri líf eftir þetta líf. Orð Biblíunnar vöktu í samvizku- lífi mínu: „Því að það sem maðurinn sáir, það mun hann og uppskera. Því að sá, sem sáir í hold sjálfs sín, mun af holdinu uppskera nlötun, en sá, sem sáir í andann mun af andanum uppskera eilíft líf‘‘. Gal. 6, 7—8. Þegar ég hugsaði um þetta, livílík örvænting greip þá ekki um sig í lijarta mínu! Ég fékk að sjá, að með líferni mínu hafði ég hryggt Skapara minn og Endur- lausnara og virt Orð hans að vettugi. Mér fannst ég vera stærstur allra syndara, sem hefðu lifað á þessari jörð. í þessuin ömurlegu kring- umstæðum hrópaði ég til Guðs: „Er náð að finna fyrir mig?“ Ég grét og bað, já, svo gagntekinn var ég af neyð, vegna synda minna, að ég tók ekkert eftir fólkinu, sent var á samkomunni, er ég þriðju- dagskvöld, 21. nóv. 1939, hað um fyrirbæn á inn- byrðissamkomu í Betel. Enn á ný fékk ég að sinakka, livað Drottinn er góður. Hann tók í burtu harða steinlijartað og gaf mér nýtt hjarta úr holdi, sbr. Esekíel 36, 26. Hann gaf mér fullvissu unt að syndir mínar væru afntáðar, vegna hlóðs Jesú Krists og að nafn mitt væri skrifað í lífsins bók. Eftir að ég hafði komið til Jesú Krists gjörbreytt- ist líf mitt. Ekkert getur til fulls útskýrt þann mis- mun, sem er á því, að lifa eftir eigin geðþótta, úti í synd og myrkri, eða lifa sem Guðs barn. Dásamleg hamingja er að liafa reynt frelsandi náð Jesú Krisls, sem ljóslifandi staðreynd í lífi sínu. Fyrir mér er ekkert meira hér á jörðu. Eftir að þetta undur hafði skeð í sálu minni, .þráði ég aðeins eitt, að vera Guði velþóknanlegur. Las ég þegar Biblíuna líkt og þegar dauðþyrstur maður teygar að sér ferskt vatn. Af lestri Guðs orðs, sá ég að ekki var Iiægt að ganga fram lijá niðurdýfingarskírninni. Því að Jesús, sem bauð lærisveinum sínum að feta í fótspor sín, lét skíra sig niðurdýfingarskírn. Tæpri viku eftir afturhvarf mitt, lét ég því skíra mig og mikla hlessun hafði ég af henni. Sá sein í einlægni og trú til Drottins tekur þetta spor, mun komast að raun um hvort skírnin er frá Guði e'ða mönnum. Matt. 21, 25. Þess vegna, þú, sem lest j)essar línur og játar nafn Jesú Krists, þú liefur ekki efni á því, að ganga fram hjá skírninni. Drottinn gefi þér auðmjúkt hjarta til að taka þetta hlýðnisspor. 60 EF ÞÚ VISSIR - Ef þú vissir, hve óviðjafnanlega hvíld og djúpan frið þeir öðlast, er fundið liafa Jesúm Krist sem Frelsara sinn, þá myndir þú þrá það eins og þyrstur maður svalan drykk. Ef þú vissir aðeins lítið eitt um þann heim, er læri- sveinum Krists er fyrirheitinn, strax eftir dauðann, -—■' Jiað óendanlega líf og unaðsleika í svellandi lieilsu, gleði, fögnuði og fullkomnun, þar sem ekkert er til, er minnir á sorg eða sársauka, ]>á myndir þú ekki þekkja nafn á neinu svo þungu böli, sorg eða ofsókn- um hér á jörðu, að þú vildir ekki taka J)að á })ig, til þess að fá aðgöngu inn í þann heim, })egar lífi þínu lýkur liér. Ef })ú vissir, live vegurinn er mjór, sem liggur til lífsins og hve mikið í húfi, ef þú misstir af honum, þá myndi þér finnast sem hvass sverðsoddur styngisl í brjóst þitt í hvert skipli, er þú ætlaðir að ganga inn á þá staði, sem leikið er við syndina og henni þjónað. I hvert skipti, er þú freislast til að vera ósanuur í orðum eða breytni, já, í livert skipti, er samvizkan í brjósti þínu hvíslar að þér og segir: Þetta er ekki rétt að gera. Ef þú vissir, þó að ekki væri nema um einn hundr- aðasta hluta af þeim orðum, er Heilög Ritning segir um það, live alvarlegt það er að deyja, án þess að hafa fengið synd sína fyrirgefna fyrir Jesúm Krist, myndir þú enga ró hafa í beinuin þínum fyrr en að þú vi- sir það fyrir víst, að Ivristur væri þinn persónulegi Frelsari, er væri búinn nú þegar, að fyrirgefa þér þína eigin synd. Einnig liefi ég fengið að reyna bænlieyrslu við líkamlegum sjúkaleika, þar sem ég hafði blæðandi magasár. I trú til Drottins bað ég, ásamt trúarsyst- kinum mínum, og Drottinn, sem „er í gær og í dag liinn sami og um ahlir“, lieyrði bæn okkar — tók sjúkdóminn í burtu á augnabliki meðan á bæninni stóð. Nú neyti ég þeirra fæðutegunda, sem áður voru sem eitur fyrir mig. Þú, sem finnur, að þú ert sjúkur, andlega eða líkamlega, dragðu eigi að leita Drottins, sem kom til að lækna öll þín mein. Þegar |)ú svo hefir fundið lífið í lionum og friðinn, sem hann gefur, þá verður það einlæg löngun þín að vera vottur lians í hyggð- arlagi þínu. Einar J. Gíslason.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.