Afturelding - 01.09.1946, Blaðsíða 14

Afturelding - 01.09.1946, Blaðsíða 14
AFTURELDING liinir yfirheyrðir fyrst og allir stóðu stöðugir. Svo kom að mér. Þá kom faðir minn í ljós með barnið mitt. Hann dró mig til sín og sagði: — Aumkastu yfir litla barnið þitt og afneitaðu trúnni. Og Ililarianus, sem hafði vabl til að kveða upp drauðadcma, sagði við mig: -— Virð bærur föður þíns, virð litla barnið þitt, fórna til keisarans. — Ég fórna ekki. •— Ert þú kristin ? — Já, ég er kristin. Þar sem barnið var vant að vera hjá mér í fang- elsinu og var á brjósti, sendi ég Pomponius, umsjón- armann, til föður míns og bað uin að fá bamið, en faðir minn neitaði því. En þá sá Guð svo um, að barnið vildi ekki brjóstið og mér varð ekkert um það, áreiðanlega til þess að ég brotnaði ekki niður. — Þetta skrifa ég daginn fyrir aftökurnar. Það, sem þá kann að ske, verða aðrir að skrifa. Dagur sigursins rann upp. Píslarvottarnir gengu frá fangelsinu til liringleikabússins, ljómandi af gleði, eins og þeir væru á leið til bimins og færu fram hjá dauðanum. Meðal þeirra gekk Perpetua, örugg, eins og brúður Krists. Svo skært var augnaráð liennar, að allir litu nlður, sem fyrir því urðu. Sama var að segja um Felicitas. Þcssum sælu konum var öllum fleygt fyrir villtar kýr. Fyrst varð Perpetua fyrir liorna spjótum kúnna og féll til jarðar. En liún stóð upp aftur og sá þá, að Felicitas bafði verið stönguð mjög alvarlega. Gekk hún þá til hennar og reisti bana upp. Þarna stóðu þær báðar. — Forherðing . áhorfendanna sigraðist /jarna, um leið og píslarvottarnir innsigluðu trú sín.t á Krist með blóði sínu. Meira. Þær voni viðtóiiar Páli Skálholtsbiskupi, sem var eftirmaður og frændi Þorláks biskups belga, svipaði mjög til frænda síns um djúpan guðsótta og heilagt líferni. Kona lians og börn virðast liafa stundað á hið sama. Þegar Páll liafði setið 10 vetur á stóli, drukknaði Herdís kona lians og Halla dóttir þeirra í Þjórsá. Ferju hvolfdi undir fólkinu, en þegar þeim mæðgum skaut upp, heyrði fólk, ssm þegar var búið að ferja yfir ána, að þær sungu báðar lofsöngva til Guðs alla þá stund, sem þær héldust ofan vatns. Svo drógust þær í kaf og drukknuðu þar báðar. ásamt fleira fplki. — Gott er að lifa svo nærri Guði, að dauðastundin komi ekki að okkur óviðbúnum. Fréttir í fáum orðum Nils Ramselius, ásamt fjölskyldu sinni, fór beim til Svíþjóðar síðastliðið vor, sennilega alfarinn. Ilafa þau bjónin starfað með álmga liér á landi um {] ára skeið og liafa áunnið sér marga vini. Guð blessi þau áframhaldandi, þegar þau koma nú heim í ætl- land sitt. 1 júní síðastliðnum fór Eggert Jónsson, Reykja- vík, til Svíþjóðar í erindum fyrir Fíladelfíusöfnuð- inn í Rvík. Hánn var ytra um það bil þrjá mánuði og ferðaðist víða um í Svíþjóð. Hann skrifar um ferð sína á öðrum stað í blaðinu. I júlí fór Kristín Sæmunds til Noregs . Frá gam- alli tíð á Kristín inarga vini í Noregi, er bún ýmist liafði ekki frétt af lengi, eða bún bafði lieyrt um að væru í þrengingu eftir ófriðarárin. Mun bún liafa viljað endurnýja samband sitt við þá, og í annan stað kynna sér af eigin sjón og raun, hvaða ábrif bin þungbæru ófriðarár bafa haft á frjálst, kristi- legt starf í Noregi. Ericson með fjölskyldu, keinur að forfallalausu upp úr miðjum október n. k. í bréfum hafa þau getið þess, að sænska stúlkan, er liafði kall liingað til lands, muni ekki koma að svo stöddu, þar eð kringumstæðurnar liafa ekki opnazt þar beima fyrir eins og skyldi. Birger lngebrigtsen, er starfaði innan norska liers- ins bér á landi á ófriðarárunum, befir skrifað og get- ið þess að liann álíti sig bafa kall frá Drottni til þess að koma til íslands með fjölskyldu sína og starfa hér. Tæplega verður þetta þó strax vegna fjárhagsástæðna, þar eð miklu meira fé þarf til þess að kosta trúboða á Islandi en nokkursstaðar annarsstaðar. — Biðj- um að þeir norsku bræðurnir, Ingebriglsen og Jakob- sen, er báðir eiga mikið rúm meðal Hvítasunnu- manna bér á landi, megi koma aftur sem fyrst, með fjölskyldur sínar, liingað til okkar. Biblíulestravika Fíladelfíusöfnuðurinn í Reykjavík liefir biblíu- lestrarviku í liaust og liefst liún 15. október. Ef lil vill verður þó tíminn lengdur upp í 10 daga. Þeir, sem ætla sér að taka þátt í þessum tíma, geri svo vel að láta Fíladelfíusöfnuðinn í Reykjavík. vita um það liið allra fyrsta. 62

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.