Afturelding - 01.04.1959, Blaðsíða 3

Afturelding - 01.04.1959, Blaðsíða 3
AFTURELDING þakka yður, því að þér sýnduð mér fram á að Biblían stenzt og að hún er Guðs orð.“ Áður en ég vissi af hafði hann lagt armana um háls mér og grét af gleði. Ég verð að viðurkenna, að það var erfitt fyrir mig að halda tárunum aftur, en svo sagði ég: „Ef Jesús hefur frelsað þig, þá verðum við að hafa bænastund núna og þakka honum fyrir.“ Sérhver sá, sem .beðið hefur með sálum, veit að það getur verið mjög erfitt að fá fólk til að biðja upphátt. I þetta skipti mætti það engri hindrun. Allan var fyrstur nið- ur á knén og tók forustuna í bæninni. Fyrstu orðunum mun ég aldrei gleyma. Hann sagði: „Góði Guð, blessaðu þennan mann um eilífð fyrir allt gott, sem hann hefur auðsýnt mér.“ Ég grét og þakkaði Jesú og skildi það mjög vel, að Allan hafði allt frá okkar fyrsta samtali, átt í baráttu við Guð og að hann var nú þegar vanur að ganga veg bænarinnar, þótt hann núna fyrst hefði náð að trúa á Guð sér til sáluhjálpar. Nú fyrst hafði ljósið brotizt í gegn um þokuna og myrkur syndarinnar. Er við stóð- um upp frá bæninni spurði hann hvort hann mætti koma aftur morguninn eftir. Hann kom eldsnemma morguninn eftir. Við áttum lítil börn þegar þetta var, og vorum varla komin á fætur. Ég spurði hann hvernig honum liði. „Þetta er lífið!“ svaraði hann. Síðan spurði hann hvort hann gæti fengið skírn strax og einnig hvort hann þegar, þetta ár, gæti farið út sem kristniboði. Ég lofaði að skíra hann bráðlega en hitt dró ég mjög í efa. Það skildi hann að vísu ekki, en lét þó gott heita. Meðan við töluðum saman hringdi síminn og kona spurði eftir mér. Þetta reyndist vera móðir Allans Törn- bergs. Hún vildi aðeins hringja og þákka fyrir það, sem skeð hafði með son hennar. Hann hafði komið seint heim kvöldið áður og þá játað allt sitt fyrra líf fyrir henni um leið og hann sagðist hafa gefizt Guði og byrjað nýtt líf. „Nú hef ég fengið nýjan Allan“, sagði hún um leið og hún bað mig að fylgjast með syni sínum heim, sem ég svo gerði. í heimili þeirra mæðginanna lásum við í Biblíunni og höfðum bænastund, en Allan söng einn söng. Hann var yfirfljótandi hamingjusamur og glaður. Allt í einu kast- aði hann fram þeirri uppástungu, hvort ég vildi ekki auglýsa að liann vitnaði í næstu samkomu, því að þá gætu allir vinir hans og skólafélagar í borginni fengið flð vita, að hann væri frelsaður. og kannski gæti hann unnið þá fyrir Guð. Ég skildi að það var áhuginn fyrir frelsi sálna, sem brann í hjarta hans, svo að ég lofaði að auglýsa hann. Er ég hafði lofað því tók hann fram nokkur þéttskrifuð blöð og bað mig áð lesa þau. Þar F,vrir ógfuðlegfa. „Kvöld eitt,“ sagði Moody, „talaði ég við mann einn sem sagði: „Þér þurfið ekki að tala við mig. Mér verður ekki hjálpað.“ „Nei,“ sagði Moody. „Enginn maður getur hjálpað yður, en það getur Jesús.‘‘ Síðan fletti Moody upp í Rómverja- bréfinu 5;6 og benti manninum á ritningarstaðinn og sagði: „Leslu þetta!“ Hann las: „Kristur dó — fyrir óguðlega." Maðurinn virtist ekki ætla að trúa augum sínum, því að hann las orðin að nýju með hinni mestu athygli, og sagði: „Kristur dó — fyrir óguðlega.“ „Þetta hef ég aldrei fyrr séð í Biblíunni og ekki heldur heyrt um það.“ Hendur hans byrjuðu að skjálfa og mjög hrærður með augun full af tárum hrópaði hann upp yfir sig með titrandi röddu: „Ég hafði enga hugmynd um það, að Jcsús elskaði mig svo heitt!“ í djúpri sálarneyð hrópaði hann aftur: „Ó, Guð frelsaðu mig vegna nafns Jesú!“ Bæn lians var heyrð og henni var svarað. Guð gaf lionum fullvissu um það, að syndir hans væru fyrir- gefnar, vegna Krists, sem dó fyrir óguðlega. hafði hann skrifað það, sem hann hugsaði sér að segja á samkomunni. Ég las. Það byrjaði á þessa leið: „Ég er Hvítasunnu- maður, ég er frelsaður. Áður gékk ég og snapaði í upp- urnum almenningi heimsins, en nú hef ég flutt yfir á fyrirheitarík lönd Guðs orðs.“ Hann fullvissaði mig þó um að hann hugsaði sér ekki að lesa þetta af blöðunum á samkomunni, heldur vildi 'hann bara styðja sig við það í sínum fyrsta vitnisburði um Jesúm Krist og frelsið í honum. Miðvikudaginn sem Allan Törnberg bar fram fyrsta vitnisburð sinn, urðu margir frá að hverfa sökum þrengsla í samkomusalnum. Æskukunningjar og skólafélagar fylltu salinn og Allan byrjaði sína fyrstu prédikun: „Ég er Hvítasunnumaður, ég er frelsaður, o.s.frv.“ Síðan söng hann einn söng og lífsstarf hans var hafið. 19

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.