Afturelding - 01.04.1959, Blaðsíða 5

Afturelding - 01.04.1959, Blaðsíða 5
AFTURELDING vildi að hans margháttaða speki „skyldi nú af söfnuðin- um kunngjörð verða tignunum og völdunum í himinhæð- um.“ Ef. 3; 10. Þitt andlega líf getur því aðeins náð sín- um fulla þroska og orðið til þeirrar blessunar, sem Guð vill, að þú sért limur á líkama Krists, söfnuðinum. Skírn í Heilögum Anda. Þegar Pétur postuli svaraði spurningu hinna leitandi á hvítasunnudag, um hvað þeir ættu að gera, þá inni- hélt svar hans meira en boðið um iðrun og skírn í vatni. Hann segir: „Gjörið iðrun og sérhver yðar láti skírast í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda yðar, og þér mu.nuS öSlast gjöf Heilags Anda. Því að yður er ætlað fyrirheitið og börnum yðar og öllum þeim, sem í fjar- lægð eru, öllum þeim, sem Drottinn Guð vor kallar til sín.“ Post. 2, 38—39. Undur hvítasunnunnar var nýskeð. Heilagur Andi hafði fallið yfir alla þá sem væntu fyrirheitis Föðurins í loft- stofunni. Post. 1, 4—5; 2, 1—4. Nú boðaði Pétur lýðnum að þessi undursamlega reynsla, gjöf Andans, væri fyrir alla menn, nær og fjær, alla sem vildu í trú opna hjörtu sín. Bæði Nýja testamentið og kirkjusagan bera því vitni, að eins og Andinn féll hinn fyrsta hvítasunnudag, þannig gafst hann hungruðum sálum langt fram á fjórðu eða jafnvel fimmtu öld eftir Krist. Lesum aðeins nokkra þekkta staði í Postulasögunni: „En er postularnir, þeir er í Jerúsalem voru, heyrðu að Samaría hefði tekið við orði Guðs, sendu þeir til ‘þeirra þá Pé'ur og Jóhannes. Þeir fóru norður þangað og báðu fyrir þeim, að þeir mættu öðlast Heilagan Anda, því að hann hafði alls eigi enn komið yfir neinn þeirra, aðeins voru þeir skírðir til nafns Drottins Jesú. Síðan lögðu þeir hendur yfir þá og fengu þeir þá Heilagan Anda.“ Post. 8, 14-17. „En jafnskjótt og ég fór að tala, féll Heilagur Andi yfir þá, eins og yfir oss í upphafi og ég minntist orða Drottins er hann sagði: Jóhannes skírði að vísu með vatni, en bér skuluð skírðir verða með Heilögum Anda.“ Post. 11, 15-16. ,.En svo bar við, meðan Appollós var í Korintu, að Páll fór um upplöndin og kom til Efesus. Hitti hann 'þar fyrir nokkra lærisveina, og hann sagði við þá lennruð bér Heilagan Anda er þér tókuð trú? En þeir sögðu við hann: Nei, vér höfum eigi svo mikið sem Levrt, að Heilatrur Andi sé til. Og bann sagði: Upp á hvað eruð bér þá skírðir? En þeir sö<rðu: ITpn á skírn Jóhannesar. En Páll sagði: Jóhannes skírði iðrunarskírn. er bann sagði lvðnum að trúa á þann, sem eftir sig kæmi. það er að segja á Jesúm. En er þeir höfðu heyrt það þá létu þeir skírast til nafns Drottins Jesú. Og er Páll hafði Jagt hendur yfir þá, kom Heilagur Andi yfir þá og þeir töluðu tungum og spáðu.“ Post. 19, 1-6. Kirkjufaðirinn Agústínus, sem uppi var á fimmtu öld eftir Krist, skrifar: „Vér gjörum enn það sem postularnir gjörðu, er þeir löeðu hendur yfir Samverjana og báðu um úthellingu Andans yfir þá, samfara handayfirlagn- ingu. Vér væntum þess að hinir nýendurfæddu tali í tungum.“ Þegar IJvítasunnuvakningin brauzt út í byrjun þess- arar aldar, var hún almennt kölluð „nýja hreyfingin“. Það nafn gefur þó ranga mynd af því sem við er átt. Það var ekkert nýtt sem boðað var eða tekið á móti. Það var gamli straumurinn af Anda og lífi, sem líkt og voldug vorleysing brauzt fram eins og fyrr á tímum. Fyrirheit um skírn Andans er fynr alla kristna á öllum tímum. Það er einnig fyrir þig, sem ert nýlega orðinn trúaður. Á þröskuldi hins nýja lífs vill Jesús mæta þér með þessari undursamlegu og dýrmætu blessun og þú skalt ekki unna þér hvíldar fyrr en þú hefur fengið að reyna hana, því að skírn Andans er: réttur þinn, (Post. 2:38), Jesús óskar þess, (Lúk. 12:49), þetta er boð Guðs, (Ef. 5:18), og umfram allt er þér þörf á því. — Án skírnar Heilags Anda nær þitt andlega líf ekki fyllilega inn á svið Nýja testamentisins. Þú ferð á mis við þann kraft, gleði og djörfung, sem hún ávallt hefur í för með sér, og þú verður aldrei til þeirrar blessunar, sem Guð vill. Þess vegna trúðu loforði Guðs, þrengdu þér fram að hásæti náðarinnar með ákalli og bæn ásamt þakkargjörð, og gjöf Andans mun falla þér í skaut, ekki af verkum eða verðleikum, heldur af náð fyrir Jesú blóð. Helgunin. Endurfæðingin, skírn í vatni og skírn Heilags Anda er þó aðeins byrjun á hinu undursamlega verki hjálp- ræðisins í lífi mannsins, hinn fyrsti grundvöllur kenn- ingarinnar um Krist. Hebr. 6, 1-2). Síðan á andlega lífið daglega að endurnýjast og dýpka fyrir lestur Guðs orðs og bænina. Sá, sem reglu- bundið me'tar sál sína á Guðs orði og lifir ríku bæna- lífi, mun dagpga vaxa að krafti hið innra með sér, (Ef. 3:16) og sammyndast honum meir og meir, sem kallaði okkur til að feta í fótspor sín. Þessi stöðugu áhrif náðarinnar hið innra með okkur, kallar Biblían helgun. Það innifelur ekki í sér fullkomn- un í algjörri merkingu, en maðurinn sækist eftir því, ástundar það og keppir að markinu. (Fil. 3, 12-14). — 21

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.