Afturelding - 01.04.1959, Blaðsíða 9

Afturelding - 01.04.1959, Blaðsíða 9
AFTURELDING C^íLc C^íLcsson. ttúködi. NOKKUR MINNING ARORÐ, Eric Ericsson trúboði lézt á Landspítalanum 17. jan, S.I., eftir langvarandi og þungbær veikindi. MeS honum er fallinn á verðinum einn ötulasti starfsmaður Hvíta- sunnumanna, og um leið sá maður, sem bæði lengst og bezt hefur lagt vakningunni hér á landi lið með starfi sínu. Árið 1928 kom Ericsson til Vestmannaeyja, ásamt Signe konu sinni. Hann varð þá forstöðumaður Betel- safnaðarins þar, og gengdi því starfi um átta ára skeið. Á þeim tíma bundust vináttubönd milli þeirra hjóna og niargra Vestmannaeyinga, sem slitnuðu aldrei til dauða- dags hans. Til Reykjavíkur fluttu þau hjónin 1936. Þar með var Hvítasunnustarfið hafið þar. Kall þeirra hjóna til Reykja- víkur staðfesti Guð undir eins með vakningu og blessun 1 starfinu. Margir máttarstólpar Fíladelfíusafnaðarins í Reykjavík, eins og hann er í dag, eru menn og konur Há þeim tíma, sem Signe og Ericsson störfuðu í Reykja- vík. Og nokkrir eru komnir heim til Drottins með hrein- an skjöld. Meðan Ericsson var enn í Vestmannaeyjum hóf hann utgáfu að Aftureldingu við hin erfiðustu skilyrði. En sama giftan, sem var yfir öllu starfi hans fyrir Guðs fíki, virtist koma yfir þetta litla blað strax í byrjun, og fylgia því æ síðan. Þegar hann var fluttur til Reykjavíkur varð aðstaðau ull miklu betri til að styrkja blaðið með ráðum og dáð, er'da komu nú óðum fleiri liðsmenn honum til hjálpar í starfinu. I dag er Afturelding lang útbreiddasta kristi- leet blað, sem kemur út hér á landi. Óhætt er að full- ytða að Afturelding er mesti trúboðinn meðal okkar Hvf^asunnumanna, og hefur svo verið um margra ára skeið. ] kjölfar Aftureldingar kom svo vísir að bókaút- §áfu. sem aukizt hefur hægt og hægt með árunum. Ekki hafði Ericsson verið lengi í Reykjavík, er hann Varð helzti framkvæmdarmaður að því, að húseign var keypt, sem nægði í byrjun fyrir safnaðarstarfið. Eins og jafnan fylgir öllu kristilegu starfi, kom mótstaða og reynslur yfir starfið í byrjun í Reykjavík. En þær reynsl- ERIC ERICSSON. ur urðu aðeins til þess að skíra gullið í manninum sjálf- um og kenningunni, sem hann flutti. Þegar starfið var orðið vel grundvallað í Reykjavík og fleiri komnir til að boða Orðið og axla byrðarnar, fór Ericsson að búa sig undir það að færa út starfssvið sitt meira. Fór honum eins og framsæknum brautryðjanda í Guðsríki: Hann fékk enga ró með það sem áunnizt hafði, heldur brann hann af löngun til þess að nema ný akur- lönd fyrir frelsara sinn og Herra uppskerunnar. 25

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.