Afturelding - 01.04.1959, Blaðsíða 7

Afturelding - 01.04.1959, Blaðsíða 7
AFTTTR FT.DTN G „Vissirðu, að það var þar, fyrr en í morgun?“ „Nei, ég vissi það ekki.“ „Áttu við það, Oral, að þú hafir lesið Biblíuna í öll þessi ár og síðustu mánuðina raunverulega dag og nótt, og hafir ekki vitað, að þetta vers væri í Biblíunni?“ „Það er svo. Ég hef lesið hana að minnsta kosti hundr- að sinnum, en alveg sézt yfir þetta vers.“ „Hvernig gaztu lesið hana svo oft, án þess að sjá það.“ Ég gat engu svarað spurningunni, því að eitt af því dularfulla í lífinu er, hvers vegna fólk les Biblíuna þann- ig, að sjá ekki hennar réttu meiningu. Við stóðum þarna og töluðum um þetta undursamlega og kraftmikla vers í nokkrar mínútur. Þá þegar gat ég séð inn í nýja heima, ný sjónarsvið. Ég sá dyrnar opnast í fyrsta sinn í lífi mínu. ★ Allt mitt líf hafði eitthvað haldið mér niðri. Pabhi var prédikari, og fólkið sá honum ekki vel farborða. Það hugsaði sér, ef Guð héldi honum auðmjúkum, héldi það honum fátækum; — og þeir breyttu þannig. Pabbi hafði þess vegna ekki mikið til að verja til þarfa okkar barnanna. Við urðum að tína baðmull nokkurn tíma á ári, okkur til framdráttar. Stundum urðum við að vera berfætt til jóla, af því að peninga vantaði til skókaupa. Þeaar pabbi loks flutti okkur í borg, varð ég að selja blöð á götunum, til þess að fá peninga fyrir fötum, svo að ég gæti gengið í skóla. Ég stamaði frá fyrstu tíð, og það eyðilagði líf mitt. Þegar ég var 16 ára, hljóp ég að heiman. Ári síðar var ég fluttur heim með brennandi hitasótt og skerandi þján- ingar, sem hnífar stæðu mér gegn um lungun. Læknir- inn lýsti yfir, að ég hefði berkla í báðum lungum. Ég hafði haft þá í nærfellt ár, án þess að vita um það. Ég lagðist í rúmið og lá þar í 163 daga, milli heims og helju. Trúrækið fólk kom í heimsókn til mín og sagði, að ég ætti að taka við þessum þjáningum með þolinmæði: jiað væri Guðs vilji, að ég væri veikur. Fólkið sagði: „Sonur, Guð hefur lagt allt þetta á þig.“ Þetta fólk var farið að taka harmleika lífsins sem Guðs vilja, og það vænti ekki neinnar réttingar þess lífs-ójafnaðar. Einn hlaut að vera veikur, annar heill — einn fátækur, annar n’kur — einn hamingjusamur, annar raunamæddur. Ef maður væri nógu guðrækinn, kæmist maður gegn um þetta allt, og dag einn, er maður dæi og færi til himins, breyttust þessir lilutir. Fyrir þessu fólki var trúin ekki guðleg lausn, heldur það að meðtaka harmleika lífsins. Eitthvað innra með mér sagði, að þetta væri ekki satt. En ég var hlekkjaður við sjúkrabeðinn af berklunum og varð að hlusta á þessa aívega-leiddu huggara. Allt, sem ég nokkurn tíma sagði, var: „Ef Guð gerði mig stamandi og ef hann setti berklana í mig, þá óska ég ekki að þjóna honum, og það er bara tímaeyðsla fyrir ykkur að revna að fá mig til að láta frelsast.“ En Guð hefur alltaf einhvern til að tala fyrir sig. — Stundum er það kyrrlát, lág rödd. En ef við aðeins vilium hlusta, getum við lært að velja réttan veg. I þetta sinn talaði Drottinn til mín gegn um móður mína. Hún kom að rúmi mínu, dag einn, og settist hiá sjúkrabeðinum. la^ði hönd sína vfir brár mínar oof fór að s'riúka háríð frá enninu og saaði jbví næst: ..Oral, þú mátt ekki taka of mikið mark á því, sem allir eru að se<íria við þisr, sérstakle^a, sem beir segia um Drottiu, því að Tieir eru aðeins að endurtaka það, sem þeir hafa heyrt einhvem annan segja.“ Þar sem ég vissi, að hún átti við bað, sem fólk hafði verið að se<na við mier, að Guð 1e<ú5i biánin"ar á líkama minn, saerði ég: „Mamma, trúir bú bví, að Guð hafi lagt þessa hluti á mig?“ Hún sagði þá: „Oral, Guð hefur ekkert með bað að gera. Sonur minn, Satan er að reyna að eyðileggja líf þitt.“ Þe'ta var í fvrsta skipti, að ég hevrði diöfulinn nefndan í sambandi við sjúkleika, og bað hliómaði miklu betur fvrir mér en að varpa skömminni á Guð. Ég sagði: „Mamma. Ef það, sem þú segir er rétt, hvers vegna er þá diöfullinn að áreita mig?“ Það, sem hún sagði við mig næst, þarf hver einasti maður að hevra, sem nokkru sinni kvalizt hefur. Hún sagði: „Oral. Þegar Drottinn leggur hendur vfir líf ein- hvers, reynir diöfullinn alltaf að eyðileggia líf bess sama manns.“ — Hún tók hendur mínar og sagði: „Ef þú vilt gefa Jesú hiarta þitt og trúa, mun Guð reisa þig upp úr rúminu.“ Þetta alveg gagnhreif mig — en mamma var ekki búin: „Oral, áður en þú fæddist, talaði Guð til mín og sagði, að barnið, sem ég gengi með, væri hans, og að ég ætti að láta mér annt um þig. En það er ekki allt. Það er spádómur um líf þitt, sem Guð gaf föður þínum. Drottinn sagði honum, að einhvern tíma mundir þú verða prédikari og mundir hafa stærstu samkomur þinna daga. Bæði höfum við heyrt Guð tala, viðkomandi lífi þínu. Við vitum, að djöfullinn veit um þessa spádóma, og hann er að reyna að tortíma þér. Það er hans vegur til að koma aftan að Guði.“ Það var þá, sem fyrst fór að opnast skilningur minn. þegar ég byrjaði að líta á Guð í öðru ljósi. Mamma var búin að opna huga minn, óg ég fór að sjá möguleika í lífi niínu. í fyrsta lagi gæti ég snúið mér til Guðs. Mig langaði til að frelsast. Þessi beining hugans að Guði tal- aði til mín og ég þráði hann. Ég hafði næstum glatað 23

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.