Afturelding - 01.04.1959, Blaðsíða 11

Afturelding - 01.04.1959, Blaðsíða 11
AFTURELDING Sigur líisins. Fagran sólskinsdag, árið 1953, var ég á ferð um Vestur- Gautaland í Svíþjóð. Farartæki mitt var venjulegt reið- hjól svo að ég gat virt fyrir mér fegurð landsins eftir geðþótta mínum. Skógar, akrar og vötn tóku við hvað af öðru og bóndabæir og þorp voru dreifð víðsvegar. Sólskinið, fegurð landsins og allt, sem fvrir augu bar, gerði ferðina eins unaðslega og mögulegt var. Við brekku eina steig ég af hjólinu og hvíldi mig. Þar skammt frá veginum, milli trjánna, kom ég auga á gamalt merki. Það var slegið saman úr nokkrum borðum, hafði einu sinni verið hvítt með svörtum stöfum, en var nú orðið máð af veðri og vindi. Stafirnir, sem eitt sinn höfðu Verið greinilegir voru það nú ekki lengur, en þó fluttu þeir boðskap áhugasömum ferðamanni. Á merkinu stóð orðið: „Gálgabrekka. 11 ér liafa menn frí&þœgt fyrir af- hrot meS lífi sínu.“ Ég fór að hugleiða þetta, sem ég hafði séð. Margir slíkir staðir hafa fundizt hér á jörðu, hugsaði ég. Flestir eru týndir nú nema einn og einn eins og þessi hér. En einn staður gleymist þó aldrei meðan náðardagurinn var- lr- Sá staður er Golgata. Um þann stað má segja eins °g þennan: „Hér hufa menn friSþa’.gt fyrir afbrot meS lífi sínu.“ — Og meira mætti segja um þann stað. ’Mannssonurinn hefur meS lífi sínu „jriSþœgt fyrir syndir margra.“ Á þeim stað söfnuðust margir saman eitt sinn til að sJa mann krossfestan. Áður höfðu þeir hrópað: „Kross- ^estu hann, gef oss Barrabas lausan!“ — Nú hæddu menn Fann og smáðu, meðan hann þjáðist hljóður. Á meðan þeir negldu hendur hans og fætur á krossinn, heyrðist en<?in kvörtun, heldur aðeins bæn: „Faðir, fyrirgef þeim því að þeir vita ekki hvað þeir gera.“ Þyrnikórónu þrýstu þeir á höfuð hans og yfirskrift Var yfir honum: „Þessi er konungur GySinga.“ Þ ’ílíkar þjáningar er okkar blessaði frelsari hékk þar n'illi himins og jarðar á tré bölvunarinnar. Baráttan var SVn hörð að hann hrópaði í angist: „Guð minn! Guð rninn! Hví hefur þú yfirgefið mig!“ — Hann var einn °S yfirgefinn í þjáningum sínum, en hann varð að ganga þennan veg. Sigurinn varð að vinnast. Sólin hafði þegar misst birtu sína og allt bar vott um að nú nálgaðist stórkostlegt augnablik. Allt í einu heyrð- ist rödd hrópa þau orð, sem síðan hafa orðið hjálp svo margra: „ÞaS er fullkomnaS!“ Sigurinn var unninn, vald myrkursins brotið og höfðingi ljóssins orðinn sigur- hetja. Þegar á eftir hneygði Jesús höfuð sitt og gaf upp andann. Jörðin skalf og björgin klofnuðu og for- tjald musterisins rifnaði að ofanverðu og allt niður í gegn. Einhver ber sér á brjóst og lirópar: „Sannlega hefur þetta verið réttlátur maður!“ Jesús var lagður í gröf, en gröfin gat ekki haldið honum. Á þriðja degi reis hann upp, eftir að hafa leitt það verk, sem honum var ætlað, fram til sigurs. Hann var dauður, en hann lijir í dag og hefur lykla dauðans og Heljar. Nú hafði Jesús sjálfur reynt í hvílíkum aumkunarverð- um kringumstæðum mennirnir lifðu, bundnir í syndum og yfirtroðslum. \ Róm. 3:23 stendur: „Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð,“ og í Sálm. 49 ;9 stendur: „Því að lausnar- gjaldið fyrir líf þeirra mundi verða of hátt, svo að hann yrði að hætta við það að eilífu.“ Hver gæti þá biargað mönnunum úr þessum kringumstæðum? Jesús vissi að einasta björgunin var þjáningar hans oa dauði á Golgata. Fyrir sigur hans þar fengu hjálpræðisfyrir- heit Guðs uppfyllingu og urðu virkileiki fyrir hvern og einn, sem trúir og tekur á móti. Vegur var lagður úr táradal í gleðinnar himin. Þótt syndirnar væru blóð- rauðar urðu þær snjóhvítar. Svndirnar geta verið mara:- víslegar, en allar eiga þær upphaf sitt í því að trúa ekki á Krist og fylgja honum, hví að við fórum allir villir vega, stefndum hver sína leið, en Drottinn lét misgjörð okkar allra koma niður á honum. Lögmálið krafðist blóðs fyrir syndina en blóðið varð að koma frá gallalausri og hreinni fórn. Vegna þess að Jesú var freistað á allan hátt eins og vor, en án syndar getur hann hjálpað og frelsað enn í dag, því að hans blóð er hreint og fórn lians gallalaus. Hverjir þurfa þá að eignast þetta hjálpræði? Biblían segir að allir menn þurfi þess. Enginn er undanskilinn. A, 27

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.