Afturelding - 01.04.1959, Blaðsíða 13

Afturelding - 01.04.1959, Blaðsíða 13
AFTURELDING Dí'oltimi ei* siiiiin liirdir. „Drottinn er minn liir'Sir, mig mun ekkert bresta.“ Sálm 23 ;1. 1>óra i’orvaidsdóttir. Það sem Kristur sagði um sjálfan sig, hafði allt sérstaka þýðingu. Hann kallast góði hirðirinn, brauð lífsins, ljós heimsins og í Opinberunarbókinni er hann nefndur skín- andi morgunstjarna. Hann er undursamlegur og náðar- ríkur við okkur, sem viljum koma til hans í bæn og tru með öll okkar vandamál í sannri auðmýkt cins og böru. Hann er læknir allra meina eins og Biblían kennir og við reynum sjálf enn í dag. Sjálf hef ég reynt það alla stund, síðan ég var 14 ára barn. Þá sá ég í skýru Ijósi að hann læknaði mig og það hefur hann alltaf gert síðan. Þegar ég var barn, var ég alltaf svo lirædd við blóð. Ég fékk kvöl í hjarta mitt og tók fyrir augun af hræðslu ef ég sá það. Engum sagði ég frá þessu. Þegar ég var 10 ára fór ég að lesa smásögur, sem voru þess efnis, að Jesús læknaði fólkið, hvað sem að því væri. Þegar ég var háttuð í rúmið mitt á kvöldin, fór ég að biðja Guð og Jesúm Krist að lækna mig. Eins var ef systkini mín eða foreldrar voru lasin, þá bað ég og ævinlega bæn- heyrði hann mig. Mín barnslega þakkargjörð hljómaði þó hvergi nema í mínu eigin hjarta. Svo liðu árin þar til ég var að verða 14 ára. Þann 8. marz um vpturinn veiktist faðir minn af lungnabólgu og var afar þungt haldinn og að dauða kominn. Ilann kvaddi okkur börnin sín sex, sem þá vorum.Sömuleið- is kom systir hans og maður hennar til að kveðja hann. Ég var elzt af systkinahópnum, ég skildi að faðir okkar var að kveðja hinstu kvcðju í þessum heimi. Læknirinn hugði honum ekki líf. Ég var að vísu hrygg í huga er ég háttaði um kvöldið, en þó vonaði ég á Jesúm eins og ég hafði alltaf gert og sofnaði með þá bæn á vörum að Jesús læknaði föður minn. Morguninn eflir vaknaði ég klukkan 8. Ég fór að jrefa fénu, sem ég þafði hugsa>ð um síðan faðir minn -veikt- ist. Við bjuggum í gömlum bæ, sem var hólfaður|Sund- ur í þrennt, miðbaðstofu, suðurhús og norðurhús. For- eldrar mínir sváfu í suðurhúsi, en við systkinin í mið- baðstofu. Áður en ég vaknaði þennan morgun var mig að dreyma föður minn veikan í rúminu, en ég sá Krist, eins og krossfestan yfir rúminu hans. Hendurnar voru íestar í þilið, en fæturnir negldir í rúmstokkinn svo að hann lá þvert yfir rúm föður míns. Ég var bæði hrygg og glöð. Ég horfði á sár frelsara míns og sá blóðið streyma niður um hann. Ég var ekki lirædd að sjá hans blessaða blóð, af því að það læknaði bæði mig og föður minn. Gleði mín var mikil er ég leit inn í suðurhúsið til mömmu um leið og ég fór til kindanna og hún sagði mér að nú liði föður mínum betur, hann hefði sofið í nótt. Uti var mikill snjór og hjarn yfir allt en ég hraðaði ferð minni syngjandi Guði lof og dýrð. Já, nú vissi ég að Jesús hafði læknað föður minn, því að honum fór dagbatnandi og lifir enn við sæmilega heilsu, 85 ára að aldri . Um sjálfa mig er það að segja, að ég tók strax eftit því, að þótt ég sæi blóð var ég ekkert hrædd. Ég lofaði Jesúm hátt og í hljóði fyrir hans miklu náð og blessun við mig. Mér leið svo vel og var svo örugg í hans bless- aða faðmi. Það var undursamlegt eins og allt, sem hann hefur blessað mig með um ævidaga mína, sem eru nú orðnir 56 ár. Ég vil lofa Jesúm fyrir hans heilaga blóð, sem lneinsar af allri synd og bjargar frá eilífum dauða. Þú gafst mér snemma ljós og líf. Lof sé þér, Drottinn, ár og síð. Ég, sem er blessað barnið þitt burtu þú tekur angrið mitt. Lof sé þér, ástkær lausnari minn, lof sé þér fyrir krossinn þinn. Lofa ég vil þig lífg um ar, lofa þitt blóð og heil lög sár. Þóra Þorvaldsdóttir. 29 , • •

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.