Afturelding - 01.08.1959, Blaðsíða 2

Afturelding - 01.08.1959, Blaðsíða 2
AFTURELDIN G — En brúðina fannstu í Bandaríkjunum? — Já, hún er þó ekki bandarísk, eins og þú veizt, heldur norsk. — Er hún búin að vera lengi í Bandaríkjunum? — Aðeins tvö og hálft ár. — Eruð þið bæði meðlimir Hvítasunnusafnaðarins í Brookþn? — Já. — Hvar heldur þú svo að framtíðin verði? í Banda- ríkjunum náttúrlega? — Veit ekki. Legg allt í hendi Drottins. Ef það væri vilji hans, vildi ég helzt vera á íslandi. Ég finn að það binda mig sterkari bönd við Island, en bæði við Banda- r.kin og Noreg. Það er ef til vill vegna þess að pabbi og mamma eru á íslandi. — Ertu bandarískur borgari? — Já. — Ég minnist þess nú, að einhver sagði við mig, að Iþú pyrftir að fara í herinn strax og þú kemur vestur. Er það? — Já, ég býst við því að verða kallaður í herinn fljót- lega eftir að ég kem heim. Mig langar til að taka herþjón- ustutíma minn í Keflavík. — Er nokkur von um það? — Já, það er nokkur von um það. En það er ekki hægt að sækja um það, fyrr en maður er innritaður í herþjón- ustuna. Þá hef ég ákvcðið að sækja um það að fá að taka lierþjónustu mína á íslandi, og ég vona að hernaðarvfir- völdin leyfi mér það. — Hvað er herþjónustutíminn langur? — Tvö ár. Nú kemur Arnulf faðir hans í dyrnar og segir: Bifreiðin komin, Davíð! Það þýddi að ég mundi missa ungu konuna líka, því að maður og kona eru eitt, og sama bifreiðin átti að flylja þau bæði út á flugvöllinn. — Andartak! Ég sný mér að ungu konunni: Hvað virð- ist þér um ísland, grátt og sólskinslaust eins og J>að hefur verið lengst af í sumar? —- Mér virðist ísland fegurra land en öll önnur lönd, sem ég hef séð. — Er það ekki aðeins vegna þess að Davíð elskar ís- land meira enn önnur lönd? — Nei, nei, það er bara minn eigin smekkur, sem dæmir svo. — Það yrði þá ekki erfitt fyrir þig að fylgja manni þínum aftur til Islands, ef hann tæki herþjónustutíma sinn í Keflavík? — Nei, það yrði ákaflega létt fyrir mig. — En erlu ekki hrædd við kuldann. Það hrímar af nafninu einu saman, segja sumir útlendingar, þegar þeir heyra Island nefnt. — Nei, nei, ég klæði mig bara því m'eira, sem mér finnst kaldara. — Hvað kom þér til þess að fara til Bandaríkjanna frá þínu fagra föðurlandi, Noregi? — Ævintýraþrá. Mig langaði til að sjá heiminn. Og hinn stóri heimur er Ameríka fyrir óskhyggju æsk- unnar. — Og þar finnst þér þú hafa fundið hamingjuna? — Já, hvernig spyr cg annars, og hún situr við hliðina á Davíð! Hún svarar um leið og hún lítur með hinu norska, hlýja brosi til bins unga manns síns: — Já, í tvöfaldri merkingu! — Hvað áttu við? — Ég á við það, að þegar ég kom til Ameríku, fyrir tveimur og hálfu ári, kom ég þangað, eins og ég hef sagt, af ævintýraþrá , og þekkti ekki það sem bezt var, yeginn til Guðs. Ég hafði heldur aldrei spurt um hann, og 'enginn bent mér á hann eða sagt mér frá honum, því að fólk mitt heima í Noregi er ekki trúað. Eitt miðvikudagskvöld, er ég var í heimsborginni Brooklyn, fór ég á kristilega sam- komu í Salem, en svo heitir Hvítasunnusöfnuðurinn þar í borginni. Þangað fór ég vegna vonbrigða. Ég hafði misst af strætisvagni, sem ég ætlaði að fara með á allt annan stað. Ég hafði aldrei komið' á samkomu þarna áður. Þetta sama kvöld var prédikað vekjandi um það að gefast Jesú Kristi. Boðskapurinn snart hjarta mitt. Ég yfirvegaði líf mitt og afstöðu með eða án Krists. Ég vildi vera hreinskil in við sjálfa mig og þegar ég var það, varð mér ljóst, hvaða afstöðu ég skyldi taka. Þetta kvöld gafst ég Jesú Kristi af öllu hjarta! — Og svo? — Nú er tíminn alveg að renna frá okkur, Turid! — Já, og svo kom ég eins oft og ég gat á samkom- ur þarna. Samt ætlaði ég ekki að ganga inn í þennan söfnuð, heldur halda mér að vissri kirkju annars staðar, s'em líktist þjóðkirkjuforminu heima í Noregi. Ég ætlaði mér að verðá eins og ættmenn mínir bara „kirkjugestur“. En þá kom nokkuð fyrir, sem breytti þessu. — Davíð? — Nei, ég hafði ekki einu sinni séð Davíð þá! Það var allt annað, sem fvrir kom. Ég skírðist í Heilögum Anda. Það breytti mér frá því að ætla að verða „kirkjugestur" í það að verða meðlimur lifandi safnaðar Guðs. Ég hafði orðið ný manneskja, þegar ég tók á móti Kristi og frdsað- ist. En nú fékk ég að reyna eitthvað, sem ég hef engin orð yfir. Biblían varð ný fyrir mig og samfélagið við Guðs fólk unaðslegt, einkum við þá sem voru glaðir í trúnni. 50

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.