Afturelding - 01.08.1959, Blaðsíða 15

Afturelding - 01.08.1959, Blaðsíða 15
AFTURELDING LENNART JOHANSON: ^^íottinn ú-oLtat ad imtyiim. oatk.atnönnutn. Það er mikil hrifning, gleði og sigur í þessu versi, sem við lesum í sálmi 89 ;21: „Ég hef fundið Davíð þjón minn, smurt hann með minni heilögu olíu.“ Guð hafði leitað að manni eftir sínu lrjarta, og hann hafði fundið hann '— æskumann sem var fagur á að líta. Ungur var hann, og fátækur var hann, og það hafði komið í hans hlut að gæta fjár föður síns úti í högunum kring um Betlehem. Drottinn leitaði lians þar mitt í dagsins önn; enginn veit daginn eða stundina þegar Guð kom til hins unga Davíðs. Ef til vill var það að morgni til, þegar hann rak hjörð- ina úr sauðabyrginu út í beitilandið. Ef til vill var það þegar hann var að bjarga hræddu larnbi undan ljóni eða birni. Það getur líka hafa verið nóttina, þegar Davíð heyrði heimana segja frá Guðs dýrð. (Sálm: 19;2) Já, kannski hefur það verið stundin þegar Drottinn leitaði hans og fann hann. Það var ekki óvanalegt að Guð leitaði „að manni“ meðal hinna ungu. Marga hina mestu menn Biblíunnar kallaði Guð einmitt á æskuárunum. Samúel, sem smurði Davíð til konungs, var barn að aldri, þegar Guð talaði U1 hans í fyrsta sinn. Guð hefur greinilega sýnt það, að hann hefur trú á hinum ungu til þjónustu. Þetta sannar hans eigið orð. Og hann hefur ekki breytt þessari afstöðú. í spádómi Jóels, sem Pétur vitnar í á hvítasunnudag, voru hinir ungu teknir með, sem Drottinn ætlaði að nota. Guð leitar viljugra og fúsra verkamanna meðal hinna ungu í dag. Hann hefur sérstök áform með okkur öll. Mættum við, eins og PáH gerði, þakka Drottni fyrir það, að hann telur okkur þess verð að iþjóna honum, og standa upp og ganga af stað, þegar hann kallar okkur. Þegar Guð kallaði Davíð, urðu bæði faðir hans og bróðir undr- andi. Ekki hafði sá sem gætti sauðanna neitt til að bera. Hann var ekki einu sinni álitinn verður þess að vera með við fórnarmáltíðina, sem í skyndi var stofnað til, þegar öldungurinn Samúel kom til borgarinnar. Samúel hafði komið til Betlehem til að smyrja konung yfir ísrael, og Guð hafði sagt, að í húsi Ísaí, væri sá sem Drottinn hafði fundið. Ísaí leiddi fram fyrir Samúel sjö glæsilega sonu sú'a, hávaxna menn og fríða. En Drottinn hafði gengið Iram hjá þeim öllum, og hafði valið hinn yngsta. Guð valdi hann vegna þess að liann sá að hann hafði hreint hjarta, hreinar hugsanir og hreint eðli. Samúel lét senda eftir Davíð, og þegar hann kom, fékk Samúel skipun um að smyrja hann. „Þá tók Samúel olíuhornið og smurði hann mitt á meðal bræðra hans.“ Konungurinn var fundinn. Hann var smurður með olíu, sem var táknræn athöfn, sem sannaði það að Heilagur Andi hvíldi yfir Davíð. Þessi eftirminnilegi dagur, þegar Davíð var smurður, varð þýðingarmikill fyrir allt hans líf. Hugsið ykkur hve þýðingarmikið það hefur verið fyrir hann, að fá lilut- deild í Heilögum Anda, áður en hann gekk inn í sitt mikla hlutverk og þær þungu og erfiðu reynslur, sem mættu honum í lífinu! Það sem dagur þessi varð fyrir Davíð, varð hvítasunnudagur fyrir lærisveina Jesú. Æskufólk! Það er staðreynd, að Guð vill nota ykkur sem þjóna sína og verkamenn. Við eigum að keppa eftir að fyllast Heilögum Anda og krafti, til þess að við verð- um sannir þjónar Drottins, eins og Davíð varð. Mætti Droltinn með sama sigurhrósi geta sagt það sama um okkur sem hann sagði um Davíð. „Ég hef fundið Davíð þjón minn, smurt hann með minni heilögu olíu.“ Þýtt. Sylvía Haraldsdótlir. GULLKORN DAGSINS. Þegar Guð varðveitir okkur verður veikasti köngulóar- vefur að múrvegg, en ef hann sleppir okkur verður sterk- asti múrveggur að köngulóarvef. Ekko. Ekkert sýnir eins greinilega andlegt sinnislag manns- ins og framkoma hans gagnvart bróður, sem eitthvað hefur orðið á, hvort hann óskar frekar að uppbyggja hann eða niðurbrjóta. Augustin. Ódauðleiki sálarinnar er svo áríðandi spurning, að menn hljóta að hafa misst vitið ef þeir ekki kæra sig um að vita svar við henni. Pascal. 63

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.