Afturelding - 01.08.1959, Blaðsíða 16

Afturelding - 01.08.1959, Blaðsíða 16
AFTURELDING f----------------------------\ * FRÁ §T AR'FINU ♦ _____________________________-j Eins og undanfarin sumur hafa nokkrir bræður verið í útbreiðslustarfinu nú í sumar. Hafa þeir farið víðsvegar og sáð hinu góða sæði bæði í ræðu og riti. Verður von- andi hægt að segja betur frá ferðum þeirra í næsta blaði, þar eð þeir eru ekki allir komnir heim þegar þetta er ritað. Síðari hluta ágústmánaðar höfðum við þá miklu ánægju að taka á móti hinum þekkta prédikara Frank Mangs. Hann var á leið frá Bandaríkjunum til Svíþjóðar. Tal- aði hann á tveimur mjög vel sóttum samkomum þar sem hann m.a. lét í ljós þá ósk sína að koma aftur til íslands til að starfa hér eftir því sem Drottinn leiðir. Það má verða bænarefni allra kristinna manna að svo megi verða, þar sem Frank Mangs er þekktur kennimaður, sem orðið hefur til blessunar hvar sem hann hefur starfað. GJAFIR OG ÁHEIT til Fíladelfíuscifna3arina. M.H. kr. 100, Þ.V. Rvík 50, G.M. Ve. 2000, M.í. N.-Múlas. 500, F.V. Svíþjóð 1000, Þ.S. Barðast. 200, K.V. Rvík 100, H.H. Rvík 25, R.Ó. Barð. 4040, Í.S. Barð. 1000, S.G. Sauðkr. 200, Á.G. Ve. 100, Þ.J. Ve. 50, A.K. Ve. 125, S.S. Skagaf. 300, A.B. Rvík 110, I.M. ísaf. 500, S.J. Rvík 1500, G.B. Hafnarf. 500, S.S. Sandg. 100, N.N. Rvik 700, V.M. Rvík 500, A.B. Rvik 200, H.G. Rvík 50, S.S. Rvík 126, G.Þ. Rvík 5000, Kona í Rvík 100, N.N. Ve. 500, K.S. og L.S. 200, E.M. Árness. 500, S.J. Rvík 1500, G.M. Ve. 1000, S.J. Rvík 500, N.N. Rvík 50, S.Á. Rvík 200, V.J. Rvík 10, S.Á. Rvik 300, Í.S. Rvík 100, L.H. Rvík 500, S.S. Rvík 10.. Gömul kona 100. — Samtals kr. 24.646.00 GJAFIB OG ÁHEIX TIL ÍSLENZKA KRISTNIBOBSINS. Frá dánarb. Jóns Jónssonar silfursm. kr. 120, frá Vestmanna- eyjum 1. ársfj. ’59 2000, Á.G. 500, frá ísaf., 1. ársfj. ’59 300, frá Selfossi 2. ársfj. ’59 135, A.Bj. 300, frá Akureyri 2. ársfj. ’59 636, minningargjafir 120, E.H. og G.K. 525, St.Á. 100. GJAFIR TIL AFRlKUTHÚBOÐS G. LILAND. Frá sunnudagaskólanum á Flateyri kr. 100, V.M. 50. GJAFIR TIL GRÆNLANDSTRÚBOÐS. (R.ASBLOM). „Tvær“ kr. 100, nokkrir kristniboðsvinir á Akranesi (til barna- heimilis) 3850. TIL AFTURELDINGAR. J'rá þakklátri móður, kr. 100, S.S. Bjargi 150. Kœrar þakkir. Frá Biblíuskólanum. Biblíuskólinn byrjar sunnudag- inn 18. október. Hann verður sett- ur kl. 4 þann dag. Vakningar- samkoma sama kvöld, þar sem Birger Ohlsson prédikar. Ohlsson verður sem sé aðal kennari skól- ans. Hann hefur einu sinni komið áður og verið kennari á biblíu- skóla hjá okkur. •— Vera hans hjá okkur þá skildi eftir djúp spor. Svo vonum við að verði einnig í þetta skipti — Þar sem við þurfum að hafa mötuneyti og sjá fólkinu fyrir gistingu úti í bæ, er nauð- synlegt að þeir sem ætla að vera þátttakendur í biblíu skólanum, láti okkur vita með góðum fyrirvara. HVAÐ STENDUH SKRIFAÐ? Undrist ekki, brœður, þótt heimurinn hati yður. Vér vitum, að vér erum komnir yíir frá dauðanum til lífsins, af því að vér elskum brœðurna. Sá, sem ekki elskar, er áfram í dauðanum. Hver sem hatar bróður sinn, er manndrápari, og þér vitið, að enginn manndrápari hefur eilíft lif í sér varandi. Af því þekkjum vér kœrleikann, að hann lét lífið fyrir oss. Svo eigum vér og að láta lífið fyrir brœð- uma. En sá sem hefur heimsins gœði og horfir á bróður sinn vera þurfandi, og afturlykur hjarta sínu fyrir honum, hvernig getur kœrleikur til Guðs verið stöðugur í honum? Bömin mín, elskum ekki með orði og ekki heldur með tungu, heldur í verki og sannleika. I. Jóh. 3, 13—18. AFTURELDING kemur út annan hvorn mánuð — að undanteknum júlí og ágúst — og verður 84 síður á ári. Árg. kostar kr. 25.00 og greiðist í febr. Verð í Vesturheimi 2 doll. og á Norðurlöndum kr. 25.00 í lausa- sölu kr. 5.00 eint. Ritstjórar: Ásmundur Eiríksson og Tryggvi Eiríksson. — Utgefandi: Filadelfía. — Sími 16856. Ritstjórn og afgreiðsla: Hverfisgötu 44, Reykjavík. — Borgarprent & Co. — 64

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.