Afturelding - 01.08.1959, Blaðsíða 3

Afturelding - 01.08.1959, Blaðsíða 3
AFTURELDING ^Æún gaijl sLg aMa. Ée var mjög: ung:, þeg:ar ég las ævisögu Panditu itamabai. l>rátt fyrir æsku mína hafði það djúp áhrif á mig, að lesa um þessa stórgáfuðu og mennt- uðu konu, sem gaf svo algjörlega líf sitt til lijálpar varnarlausum dætrum þjóðar sinnar, sem þjáðust * niyrkri indvcrska heiðindóinsins. Og fyrst þossi ævisaga hafði þessi áhrif á mig, hví skyldi hún þá ekki eiga erindi til annarra. Þvi var það, að þegar ég sá þetta greinarkorn í sænsku ^iaði, fannst mér scm ég hitti gamlan vin, og ákvað að snúa því á íslenzku, svo að aðrir mættu sjá að svona er kristniboðið nauðsynlcgt! Kristín Jónsdóttir. J Indlandi var nýlega minnzt hinnar mestu konu, sem 'það laud 'hefur fóstrað, konunnar Ramabai með mennt- unartitilinn Pandita. Fólk kom saman í smáum og stórum sofnuðum til að minnast hennar. Aðal-minningarathöfniri var haldin í Kedgaon fyrir utan Poona í Vestur-Indlandi 'þar sem þessi óvenjulega kona einkum fann starfssvið sitt, og þar sem hún gerðist móðir þúsunda umkomu- lausra, ungra kvenna. Um leið og hún var sönn móðir þessara skjólstæðinga sinna, var hún einnig 1 jósgeisli vonarinnar fyrir allar indverskar konur. Á þessari öld, sem liðin er frá fæðingu Panditu Ramabai, liafa kjör ind- versku konunnar breytzt svó, að við öll erum undrandi. Höfum hugfast í þessu sambandi, að það var fagnaðar- I'-ftir þetta kvöld fannst mér ég eiga hvergi heima nema tneðal Hvítasunnumanna. "— Og svo kom Davíð? — Eða áttirðu ekki við það, með hinni tvöföldu lífshamingju, sem þú sagðist hafa fundið í Ameriku ? Nú roðnar hin unga kona, svo að vanginn verður enn fríðari. Áður en hún fær ráðrúm til að svara, heyrist fótatak tengdaföðurins. Hann opnar hurðina með úrið í hendinni, sem átti að sýna að lengur yrði ekki til setunnar hoðið. Engum þótti vænna um komu hans en tengdadóttur hans, sem var kannski farin að óttast það, að ég ætlaði að verða nokkuð nærgöngull. Hún stóð því upp, en levsti llr hnútunum um leið með léttri gletlni: "— Já, svo kom Davíð. .. . ! Á. E. Ein af dætrum indversku þjóðarinnar. boðskapur guðspjallanna, sem gaf Ramabai þennan ber- andi kraft og þessi ríku áhrif, sem einkenndu líf liennar. Hinn 23. apríl s.l. voru liðin 100 ár frá því að Pandita Ramabai fæddist inni í þéttum frumskógi á VestriChat- bergen við takmörk Mysoreborgar. Faðir hennar var lærður „Brahma“, háttsettur í ætt- flokki sínum — Chitapavan-ættflokknum. — Anant Sakstri (svo hét hann) þráði að hugsa frjálst og óþvingað, enda þótt hann þyrfti að þola mótspyrnu og ofsóknir frá þeim sem vildu vernda gamla siði og venjur. ] þrettán ár bjó þessi merkilegi maður langt inni í frumskóginum, þar sem hann vann að jarðrækt með hinni duglegu konu sinni, sem virðist líka hafa haft miklar gáfur til að gefa dóttur sinni í arf. Heimili þeirra var gestrisið, langt um efni fram. Afleiðingin varð sú, að þau urðu að taka upp heimilið og leggja upp í pílagrímsferð fyrir alla ævina. En áður en það skeði, hafði hann kennt hinni ungu konu sinni töluvert í Sanskrít og hinum helgu bókum, 51

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.