Afturelding - 01.12.1959, Blaðsíða 3

Afturelding - 01.12.1959, Blaðsíða 3
lskað barn hefur ótal nöfn. Um ekkert barn, er fæðzt hefur í þennan heim, hefur þetta sannazt betur en Jesúm. I árþúsundir beið kynslóð eftir kynslóð eftir fæðingu hans. Og hundruðum ára fyrir fæðingu hans segir spámaðurinn um hann og raðar nöfnunum á hann, sem eftirlætis barn Guðs og manna: Barn er oss fætt, son- ur er oss gefinn, . ...nafn hans skal kallað undraráð- gjafi, guðhetja, eilífðarfaðir, friðarhöfðingi! Jes. 9. Friðarhöfðingi! Þetta var eitt af þeim mörgu nöfnum, sem honum var gefið, jafnvel löngu áður en hann fæddist. Og svo þegar hann er kominn, og orðinn fulltíða maður, hefur hann upp rödd sína, sem hinn mikli friðarhöfðingi og segir: Frið læt ég eftir hjá yður, minn frið gef ég yður, ekki gef cg yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki ué hræðist. Jóh. 14. Miklir menn og herskáir konungar höfðu komið fram °g látið eftir sig sorg, blóð og tár. Rödd heyrðist í Rama, grátur og kveinstafir miklir. — Rakel grætur börnin síu, °g hún vildi ekki huggast láta, því að þau eru ekki fram- ar lífs. Þessar afleiðingar lét Heródes mikli eftir í spor- um sínum. En heilagur og hógvær stígur Jesús frá Nazaret inn á svið sögunnar og hefur upp rödd sína og segir: Frið lœt ég eftir hjá yður, minn frið gef ég yður. Orð þessi segir Jesús við lærisveina sína. Hann er að segja það við }]á, síðan eiga þeir að segja það við alla heimsbyggðina, livað eftir verði hjá þeim, sem mæta lionum á lífsleið- inni og gera hann að frelsara sínum. Elskendur Jesú, tilbiðjendur hans og lærisveinar öðlast þann frið, sem ekki er af þessum heimi. Á gleðidögum lífs- Jns njóta þeir þessa friðar, og á mótlætis- og sorgardögurn víkur hann ekki heldur frá þeim. Hvers vegna? Vegna þess að þessi frið'ur er orðinn hluti af sjálfum þeim, al- Veg eins og lífið’ hið eilífa er orðið það. Lífið er Jesús, ' °g lífið var ljós mannanna. Guð’sríki er ekki matur og drykkur, heldur réttlæti, friður og fögnuður í Heilögum Anda. Friður í Heilögum Anda! Er þetta mögulegt? Ef það er mögulegt hlýtur )>að líka að vera alveg óviðjafnanlegt! Það er það líka. Þennan frið í Heilögum Anda áttu ])íslarvottarnir. Ekki vegna þess að þeir voru píslarvottar, heldur vegna þess að þeir trúðu á Jesúm sem Guðs son, gengu með hon- um og áttu lífssamband við hann. Með hjörtun full af þessum friði gengu þeir syngjandi á bálkestina, beygðu sig niður á höggstokkana, gengu fyrir blóðugar klær og tennur villidýranna. Böðlar þeirra undruðust og litu undan ásjónum þeirra, sem ljómuðu af yfirnáttúrlcgum og himneskum friði. Síðari tíma menn, sem rannsakað hafa Katakomburnar, þar sem kristnir menn dýrkuðu frelsara sinn neðanjarðar á ofsóknartímunum í Rómaveldi, hafa undrazt það að þar skuli engin merki finnast um það, að þar hafi lifað von- svikið og dapurt fólk. Þvert á móti bera öll merki, sem finnast rist og meitluð í steinveggina, vitni um gleði, hvíld og yfirnáttúrlegan himneskan frið! Hvað er þetta? Það er það, sem Jesús átti við með orðunum: Frið lait ég eftir hjá yður, minn frið gef ég yður, ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur! Jesús er ekki aðeins friðarhöfðingi á jólunum, þegar ljós skín á hverjum stjaka, og í hverri höll og hreysi. Hann er það líka á vondu dögunum, þegar stormur ofsóknanna hefur slökkl öll jarðnesk ljós og saggakalt loft neðan- jarðarhvelfinganna leggux að vitum manns. Þegar Páll postuli skrifar til Efesusmanna, segir hann: Þvi að hann er vor friður. Hann á hér við Jesúm. Með orðinu „vor“ spannar Páll alla menn um víða veröld, sem raunveru- lega hafa fundið Krist sem frelsara sinn. Allir eiga þeir eitt sameiginlegt, og sem fulltrúi fyrir þá alla játar hann og segir: Því að liann cr vor jriðnr! Það eru ekki sjálf trúarbrögðin, ekki kristin lífsskoðun, ekki kirkjan eða kenningin, sem gefur mannshj artanu þann frið, sem það leitar eftir og þráir. Það er Jesús einn. Þegar við höfum fundið hann sjálfan, sem son Guðs og frelsara heimsins verður þessi tjáning okkar: Því oð hann er vor friður! Aftureldlng XXVI. árg. - 9,—10 tbl. 1959.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.