Afturelding - 01.12.1959, Blaðsíða 16

Afturelding - 01.12.1959, Blaðsíða 16
AFTURELDING Georg bruggaði örlagarík launráð. til Auca-ættkvíslarinnar í flugvél, til aS varpa niður gjöfum. Þegar flugvélin flaug lágt yfir Pálmaströndinni, þar sem sandurinn huldi jarSneskar leyfar kristniboSanna, sá hún sex Auca-indíána veifa vingjarnlega til flugvélar- innar. ViS tökum hér orSrétta frásögn frú Betty Elliott: — Þetta var í fyrsta sinn, sem ég sá Auca-indíána. I sömu svipan sá ég mann í hvítri skyrtu koma út úr einum af kofum þeirra. ÞaS var Georg, ungi maSurinn, sem hafSi hitt Jim og hina kristniboSana á Pálmaströnd- inni. Hann hoppaSi upp í loftiS og veifaSi handleggjun- um og virtist hrópa á okkur af öllum mætti. Ég brast í grát. Ég fann aS ég elskaSi þetta fólk. Ég óskaSi aS ég 80 gæti stigiS út úr flugvélinni og talaS viS þaS. Ég sagði aftur og aftur viS GuS: „Hér er ég, sendu mig til þessa fólks.“ Ég skildi betur en nokkru sinni fyrr tilfinningar félaganna fimm og hvers vegna þeir urSu að fara út til Auca-indíánanna. Vorið 1958 flutti Betty Elliott á Arajuno-kristniboðs- stöðina, sem lá næst landsvæði Auca-indíánanna. Hún tók með sér litla dóttir sína Valerie, ljóshærða, fallega stúlku á barnsaldri. Vormorgun einn hljómuðu orðin, sem Betty hafði beðið eftir: „Auca-indíánarnir eru komnir. Þeir eru lijá Quichua-ættflokknum!“ Betty stóð upp frá skrifborði sínu í skyndi. Berfætt og léttklædd fylgdist hún með mönnunum tveimur, sem höfðu flutt henni boðskapinn. í fimm og hálfa klukkustund brut- ust þau gegn um þéttan frumskóginn þar til þau komu til bækistöðva Quichua-indíánanna, sem sátu um það bil fjörutíu saman í hóp utan um tvær hræddar Auca-konur. Betty hrópaði af gleöi. Onnur þessara kvenna hafði hitt Jim á Pálmaströndinni áður en kristniboðarnir voru myrtir. Betty settist hjá konunum og tók hendúr þeirra í sín- ar um leið og hún reyndi að tala við þær á þeirra eigin máli. Sjálf segir hún um þennan atburð: — „Við báðum um kraftaverk og ég held að þaö hafi s'keð í þessu. Eg kem til þeirra í nafni Guðs og frelsara míns, Jesú Krists. Þess vegna er ég fullkomlega róleg. Ég hef mætt Auca- indíánum eins og Jim mætti þeim. Ég hef ekki fundið til ótta en samt hef ég verið spyrjandi, hvernig það yrði að mæta þeim.“ Þessar tvær Auca-konur hélu Mankuma og Mintake. Betty vann vináttu þeirra á tveimur dögum og ákvað að senda litlu dóttur sína frá sér að svo stöddu til að geta verið með þeim áfram. Það liðu aðeins tveir dagar þar til óttavekjandi hróp barst um bækistöðvar Quichua-indíánanna. „Aucarnir, Aucarnir koma!“ Ogþ eir höfðu sannarlega verið á ferS. Tveir fiskimenn frá Quichua-ættflokknum höfðu orðiS spjótum þeirra að bráð. Hér lesum við nokkrar línur úr dagbók Betty Elliotl eftir þennan atburð: „Ég trúi ekki að ég muni deyja fyrir spjótum Auca- indíánanna. Guð, varðveittu Valerie eða leyfðu okkur að deyja saman. Ég veit ekki hvað þessi stöðugu morð hafa að þýða. En vegir Guðs eru órannsakanlegir og ég sé ekki ástæðu til að draga mig út úr verkinu. Skynsemin segir mér ef til vill að gera það, en Guð knýr mig.“ Betty ákvað þó að fara aftur til bækistöð’va sinna og

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.