Afturelding - 01.01.1976, Blaðsíða 4

Afturelding - 01.01.1976, Blaðsíða 4
HORFNIR STUÐNINGS Mjög óvænt barst fregnin út um andlát Þorsteins Einarssonar 25. nóvember s.l. Enda gera slys sjaldan boð á undan sér. Þorsteinn heitinn var fæddur 2. júlí 1922 og var því liðlega 53. ára við burtför sína af þessum heimi. Um mörg ár var Þorsteinn, einn af ötulustu stuðningsmönnum þessa blaðs. Arum saman ferðaðist hann um landið, breiddi blaðið út, sveit úr sveit frá heimili til heimilis. Þorsteinn gekk ávallt heill til verka. Gekk undan honum svo um munaði. Verk hans og framlag um árabil, var einn af undirstöðusteinunum í því hvað bókaútgáfa hreyfingarinnar er í dag. Sumarið 1975 tók Þorsteinn sumarfríið sitt, ók meira en fjögur þúsund kíkómetra, ein- göngu vegna starfsemi Blaða- og Bókaútgáf- unnar. Allsstaðar var Þorsteinn aufúsugestur og myndaðist traust vinátta og gagnkvæm, við fjölda heimila um land allt. Þorsteinn var mjög söngvinn maður. Hafði óvenju djúpa og hreina rödd. Lék hann vel á citar. Þorsteinn samræmdi þetta einkar vel. Útbreyðslu hins ritaða máls og samkomuhöld í heimilunum. Sjálfur var hann andríkur, eldheitur Andans maður og fyrirvarð sig ekki fyrir fagnaðarerindið, sem hann hafði sjálfur reynt, sem kraft til trúar. Við leiðarlok Þorsteins, þakkar Afturelding honum trygga og góða þjónustu. Blaðið sendir eiginkonu og börnum og öllum ástvinum hans, sínar innilegustu samúðarkveðjur. Kristín Þóra Sæmundsdóttir fœdd 14. janúar 1897 dáin 7. nóvember 1973. Árið 1937 bættist Fíladelfíusöfnuðinum í Reykjavík góður liðsmaður, þar sem var Kristín Sæmunds. Kristín stóð þá á fertugu. Lífsreynd og búin að ganga með Drottni sínum um árabil. Söfnuðurinn hinsvegar ungur, aðeins á öðru ári. Á samstöðu Krisrínar við málefnið, varð síðan ekkert lát, alla tíð allt til enda. Afturelding var á þeim árum rétt að slíta fyrstu skónum sínum. Liðsinni Kristínar við blaðið, bæði innihald og útbreiðslu, var því mikils virði. Kristín gekk með blaðið, frá húsi til húss, kynnti það og útbreiddi. Liðsemd Kristínar var blaðinu ómetanleg. Þeir sem þekktu Kristínu, fundu að þar fór engin meðal kona. Skarpgáfuð og með skýra hugsun, lagði hún sig fram með eldmóði trúar. Hlífði hún sér 4

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.