Afturelding - 01.01.1976, Blaðsíða 14

Afturelding - 01.01.1976, Blaðsíða 14
JESÚS UPPRISINN TALA LÆRISVEINA SÍNA Þegar Jesús talaði við lærisveina sína, fannst þeim sumt furðulegt, sem hann sagði. Jesús hafði sagt lærisveinum sínum fyrir, að hann mundi verða deyddur og að hann mundi rísa upp á þriðja degi eða eftir þrjá daga (sjá Matt. 20; Mark 9)- en þeir skildu það ekki og voru hræddir við að spyrja um það. þeir urðu því ákaflega harmþrungnir, er Jesús hafði verið krossfestur. Og lærisveinar Jesú trúðú ekki, þegar konur nokkrar sögðu þeim, að Jesús væri upprisinn. í 24. kafla Lúkasar guðspjalls segir svo um þetta: ,,Og orð þessi voru í augum þeirra eins og hégómaþvaður, og þeir trúðu konunum ekki.” Guðspjöllin segja frá því, er Jesús birtist lærisveinum sínum, eftir að hann reis upp. — Tómas postuli sagði, er hann heyrði sagt, að Jesús væri upprisinn: ,,Sjái ég ekki í höndum hans naglaförin, og geti ég ekki látið fingur minn í naglaförin og lagt hönd mína í síðu Fangelsið virðist okkur stundum vera sá staður, sem opnar augu okkar fyrir undursam- legum hlutum. Það var í fangelsinu, sem Bunyan skrifaði sína undraverðu og litríku líkingabók (För pílagrímsins). I fangelsinu mætti Páll Drottni sínum. Þar sá Jóhannes dyr himinsins opnast sér. Og þar uppgötvaði Jósef miskunarfaðm Guðs. Sannleikurinn er sá, að Guð fær ekki tækifæri til að sýna mörgum af börnum sínum dýpt náðar sinnar, nema þau rati í raunverulega neyð. Nóttin er sá tími, sem við sjáum stjörnurnar. F.B. Meyer. hans, þá mun ég alls ekki trúa því. ’ ’ Jóhannesar guðspjall skýrir frá því, að Jesús hafi birzt Tómasi, ásamt hinum postulunum, um það bil viku eftir páska. Bauð hann þá Tómasi að skoða ekki aðeins naglaförin, heldur líka að leggja hönd sína í síðu hans, og sagði við hann: ,,Vertu ekki vantrúaður, heldur trúaður.” Það hefur oft verið sagt um Tómas, að hann hafi verið vantrúaður, eða hann hafi átt erfitt með að trúa. Við athugun kemur þó annað fram. Jesús álasaði hinum postulunum fyrir vantrú, er hann birtist þeim á upprisudegi sínum, að þeir skyldu ekki hafa trúað þeim, sem sögðu hann upprisinn — en ekki er þess getið beinlínis, að þannig hafí hann talað við Tómas, heldur hvatt hann til að vera ekki vantrúaðan, heldur trúaður. Ætla má vísu, að Tómas postuli hafi verið nokkuð bölsýnn maöur, af tilsvari hans: ,,Vér skulum fara líka til þess að deyja með honum,” sem getið er um í 11. kafla Jóhannesar guðspjalls, en það var þegar Jesús sagði: ,,Förum aftur til Júdeu,” en lærisveinarnir höfðu þá svarað Jesú: „Nýlega ætluðu Gyðing- arnir að grýta þig, og nú fer þú þangað aftur.” Þá sagði Tómas þetta: , ,Vér skulum fara líka, til þess að deyja með honum.” — Ekki er ósennilegt, að Tómas hafi verið örvita af harmi eftir krossfestingu og greftrun Jesú, og þess vegna hafi hann ekki verið með hinum lærisveinunum, er Jesús birtist þeim fyrst, er dyrum hafði verið lokað, þar sem lærisveinarnir voru, af ótta við Gyðingana (Jóh. 20. k.). Hins- vegar virðist Tómas hafa af raunsæi sínu álykt- að, að væri Jesús upprisinn, þá mundi hann, meistarinn hans elskaði, áreiðanlega líka birtast 14

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.