Afturelding - 01.01.1976, Blaðsíða 18

Afturelding - 01.01.1976, Blaðsíða 18
BARNABLESSUN Oft er spurt hvort barnablessun sé eitthvað sem kemur í staðinn fyrir „barnaskírn”. Langt frá því. Það er allt annar hvati sem stendur á bak við það. Tilefnið er einfaldlega það, að trúaðir foreldrar óska þess að börn þeirra fái blessun Guðs gegnum fyrirbæn safnaðarins, það er hjá lifandi og sanntrúuðu fólki. Barnablessunin er um leið þakkarhátíð til Guðs, sem það er tækifæri til sambænar. Það segir beinlínis, að Jesús hafi kallað börnin til sín og mælt: , ,Leifíð börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki, því að slíkra er guðsríki.” Sumir spyrja hvar sé fyrirmynd fyrir barna- blessuninni. Þegar við göngum út frá þeirri grundvallar- reglu, að allt líf okkar er í hendi Guðs, þá viljum við aðlagast vilja Guðs í öllu. Liggur þá í hlutarins eðli, að þegar sanntrúuð ung hjón, hljóta þá miklu gleði að þeim gefst nýfætt barn, vilja þau að sjálfsögðu þakka Guði fyrir sltka gjöf. Börn eru Guðs gjöf. Nokkrar gjafir Guðs eru stærri og þýðingar- meiri en aðrar. Sumar gefur hann okkur til þess að við fáum að njóta þeirra um stutta stund. Allar gjafir vill Guð að við ávöxtum. Börn getum við sagt að sé hin dýrmætasta gjöf, sem Guð gefur. Því er ástæða fyrir okkur að biðja Guð að blessa slíka gjöf. Við vitum sem er, að sumir foreldrar, verða að gefa þá dýru gjöf aftur til baka, eftir stuttan tíma. Frá þeim sársauka segir oftlega hin opna gröf. Aðrir njóta gleðinnar, sem gafst þeim með gjöfmni, miklu lengur. Ábyrgðin er mikil, sem fylgir því, að Guð gefur foreldrum velskapað barn. Hvernig fömm við með þá ábyrgð? Getum við innt af hendi þá umhyggju, fórnarlund og skyldurækni, sem til er ætlast af foreldrum? Hvað er bezta uppeldið og sannasta umönnunin? 1 svona ábyrgðarmiklum kringumstæðum er eðlilegt að foreldrar snúi sér til Guðs. Jesús, vinur barnanna, opnaði faðm sinn fyrir þeim. Hann sagði að guðsríki heyrði þeim til. Það leiðir okkur til þeirrar niðurstöðu, að þar skuli staður barnanna vera, sem þeirra himneski faðir er. Sá staður er helgidómurinn, meðal safnaðar Guðs. I söfnuðum okkar höfum við þann hátt á, að við leggjum þarfir okkar fram sem bænaefni. Það er meira en lítið trúarstyrkjandi að vera vitni 18

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.