Afturelding - 01.01.1976, Blaðsíða 21

Afturelding - 01.01.1976, Blaðsíða 21
Þrumulostin. leit frú McCoy fram hjá honum, á lífvana likama Jimmys er lá á sjúkrabörum. ,,Ó Guð, ég bað um kraftaverk... hvað hefur skeð...?” Mitt í spurningum sínum sá hún Jimmy hreyfa sig. Læknirinn sá það líka. Roselia McCoy hafði sáð frækorni kraftaverks í undirmeðvitund Jimmys. ,,Guð heldur í hendi þína... ekki sleppa hendi hans...” Jimmy sleppti ekki. Læknirinn flýtti sér að taka aftur til starfa. Fleiri röntgen- myndir sýndu hve mikil innvortismeiðsl Jimmys voru. í biðstofunni urðu mínúturnar að klukkutíma, er skurðlæknarnir unnu að því, að finna og gera að meiðslum Jimmys — en þeir höfðu ekki reiknað með mölbrotinni höfuðkúpu. ...nú þurfti annað kraftaverk... Meðan að Rosella var á bæn í sjúkrahúsinu, hringdi systir hennar til Tulsa í Oklahoma, í bænahópinn ’Ríkulegt líf’, (Abundant Life Prayer Group, þáttur í starfsemi Oral Roberts) og bað þau að biðja Drottin um kraftaverk handajimmy. Og hópurinn gerði það. Eftir marga klukkutíma höfðu læknarnir lokið við að gera að flestum beinbrotum Jimmys og saumað saman sárin. En þeir höfðu ekki aðstöðu til að gera að mölbrotinni höfuðkúpu hans. Það yrði nú að flytja hann til annars sjúkrahúss. Ferðin gat orðið honum hættuleg, þar sem hann var þegar mjög veikburða, en það var ekki um annað að velja. Ákveðið var að framkvæma aðgerðina næstu viku. ,,En þökk sé Guði,” sagði frú McCoy, „Aðgerðin var aldrei framkvæmd. Er læknarnir rannsökuðu nýjar röntgenmyndir, sögðu þeir. ,,Myndavélin hlýt- ur að vera eitthvað biluð, þessar filmur eru rispaðar!” Svo að þeir mynduðu Jimmy aftur. Og nú var ekki um neitt að villast. Öll bein í andliti og höfuðkúpu Jimmys voru í fullkomnu lagi. Jafnvel læknarnir viðurkenndu að hér hefði skeð kraftaverk... kraftaverk er færði líf frá Guði. í dag (apríl 1975), níu mánuðum eftir slysið, ber Jimmy ekki einu sinni ör eftir það. Hann er eins heilbrigður og hamingjusamur og sérhver eðlilegur tíu ára gamall drengur. Honum fmnst gaman að vera t boltaleikjum, hjóla og leika sér með hundinum sínum. Hann er myndarlegur ungur maður, fullur lífsþrótti, vitnisburður um kraftaverk frá Drottni. GYÐINGURINN HELDUR VELLI I hverju, líkjast Gyðingarnir Jónasi spá- manni?” spurði aldurhniginn hermaður préd- ikara nokkurn. ,,Vegna þess, að stórfísknum var hvorki unnt að samlaga Jónas meltingu sinni, eða að útrýna honum,” svaraði hann um hæl. Allar þjóðir hafa reynt að láta Gyðinginn samlagast sér, eða að útrýma honum, en Gyðingurinn stendur eftir sem áður — sérstæð- ur. (Róm. 11:26). Ræðusnillingur einn í Hyde Park, fordæmdi ákaft hinar lingerðu tilraunir Gyðinga, til að hrinda af sér oki Rómverja. Taldi hann að þeim mundi hafa betur vegnað í þeirri viðureign, ef þeir hefðu beitt sverðinu í ríkara mæli, og gefið sig minna að Heilögum ritningum. ,,En hvar eru Rómverjarnir í dag?” ^all þá við úr áheyrendaskaranum. ,,Hvergi”, var hið skjóta andsvar. ,,Og hvat eru svo Gyðingarnir í dag?” ,,Allstaðar”, var hið meinyrta og fullnægjandi svar, áheyrendunum til óbland- innar ánægju. „Vissulega er hjálp ísraels hjá Drottni, Guði vorum”. — WellsofLiving Water. — 21

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.