Afturelding - 01.04.1981, Síða 3
s
íslarvd
fyrir Krist
er forðum var tekin. Það vœri verðug minning fyrir
hvern og einn persónulega á Kristniboðsári.
Eins og vera ber verður Kristniboðsár haldið há-
tíðlegt með ýmsu móti. Minnismerki um þá Þorvald
og Friðrik verður reist að Giljá í Húnaþingi í sumar.
Vissulega erþað á sínum stað. Meiri viðburður verður
þó ný útgáfa Biblíunnar, að hluta endurskoðuð og að
hluta ný þýðing. Mun það vera 10. sinni sem þjóðinni
er rétt ný Biblía, og önnur þýðing á þessari öld, að
frátaldri Biblíunni frá 1908, sem dregin var til baka
eins og kunnugt er. Skortir nú þrjú ár i 400 ára
afmœlisútgáfu Guðbrandar-Biblíu frá 1584.
Ritstjóra Aftureldingarfinnst þettafara vel sáman,
1000 ára minning kristniboðs í landinu, ný endur-
skoðuð og vönduð Biblía og síðar kristniþáttur herra
Sigurbjörns Einarssonar biskups, forseta Hins ís-
lenska Biblíufélags. Eins og alþjóð er kunnugt, stígur
hann úr biskupsstóli á þessu ári. Hann kveður með
því að rétta þjóðinni Biblíuna i vandaðri útgáfu, bœði
hvað varðar efnisgœði og frágang. Mun Sigur-
björns-Biblía halda verðuglega verkum hans á lofti í
nútíð og framtíð, sem vegvísir um hvernig og hvað
biskupinn kenndi alþjóð til blessunar og hjálprœðis.
Davíð konungur kvað svo forðum í ísrael: „Þitt
Orð er Ijós á vegi mínum og lampi fóta minna“. Megi
það verða gœfa þín er lestþessar línur ogþjóðarinnar,
sem byggir íslenska grund.
Vér viljum og pekkja, kosía kapps um að
pekkja Drottin, — hann mun eins áreiðanlega
koma, eins og morgunroðinn rennur upp —svo
að hann komi yfir oss eins og regnskúr, eins og
vorregn, sem vökvar jörðina.
Hósea 6:3
tltgefandi:
Blaða- og bókaútgáfan,
Hátúni 2, 105 Reykjavík.
Skrifstofusími: 91-2 51 55 & 91-2 07 35
Ritstjóri: 91-2 41 56
F ramkvæmdastjóri:
Guðni Einarsson.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Einar J. Gíslason.
Ritnefnd:
Daníel Glad,
Hallgrímur Guðmannsson.
Blaðamaður:
Matthías Ægisson.
Utanáskrift:
AFTURELDING
Pósthólf 5135
125 Reykjavík.
Gfrónúmer: 77780-3
Gjalddagi 1. apríl.
Ársgjald 50 krónur.
Lausasöluverð 15 krónur.
Uppsagnir miðast við áramót.
Vinsamlegast tilkynnið breytingar á
áskriftum og heimilisföngum til
skrifstofunnar.
Setning og prentun:
Prentstofa G. Benediktssonar
Spjaldskrárumsjón:
Tölver h.f.
Forsíðumynd:
Hermann Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri, Hins íslenska Biblíu-
félags.
Ritstjórinn