Afturelding - 01.04.1981, Blaðsíða 4

Afturelding - 01.04.1981, Blaðsíða 4
Ingigerður Guðjónsdóttir írá Kirkjulækjarkoti. Jesús beið eftir mér Fyrir rúmum þrjátíu árum fór ég með manninum mínum til Vestmannaeyja á mót Hvítasunnu- manna. Ég fór nú ekki eingöngu til að vera á mót- inu, en langaði til að sjá og heyra hvað þar færi fram. Ég var trúhneigð, trúði á Jesúm Krist, dauða hans og upprisu, foreldrar mínir áttu þá trú, ég bar virðingu fyrir Guðs orði eins og þau gerðu, en frelsið hafði ég aldrei heyrt nefnt. Svo fór ég nú á samkomu, þá í fyrsta sinn, og líkaði vel, trúði öllu sem fólkið sagði þegar það fór að vitna og slíkan söng hafði ég aldrei áður heyrt, hann heillaði mig. Svo var boðið fram til fyrirbænar og þegar köllun- arsálmurinn: „Blíðlega laðandi Kristur nú kallar“, var sunginn, hafði hann svo mikil áhrif á mig að ég var knúin til að fara fram. Þá kom til mín Ás- mundur Eiríksson forstöðumaður Hvítasunnusafn- aðarins í Reykjavík og spurði hvort ég tryði ekki þessu. Ég sagði það vera. Þá bað hann fyrir mér en ekkert gerðist nú þá með mig. Eftir samkomuna var bænastund og var hún nokkuð hávær, þá kom nú annað hljóð í mig, ég hugsaði: „Nei, hingað inn skal ég aldrei oftar koma“. Það hneykslaði mig ekki þó fólkið færi á hnén, en að biðja svona hátt, það hafði eg aldrei áður heyrt. Guð heyrði nú þó ekki væri haft svona hátt. Ég stóð nú ekki við það að fara ekki á fleiri samkomur, en gerði það bara fyrir manninn minn. Mér fannst hann nú hálfvegis eyðileggja fyrir mér Eyjaferðina. Kunningjarnir voru að bjóða okkur heim á kvöldin en hann neitaði öllum heim- boðum, vildi ekkert annað fara en á samkomur. Þegar heim frá Vestmannaeyjum var komið þótti mér skrýtið að maðurinn minn las ekkert nema Biblíuna, hann sem áður hafði lesið allt sem hann náði í. Þótti mér þetta næstum því ekki heilbrigt. Þegar kom fram á sumarið fór hann að tala um að sig langaði til að fá fólkið í Hvítasunnusöfnuðinum í Reykjavík til að koma til okkar og hafa samkomu. Ég sagði að það væri í lagi, það mætti koma, ég skyldi taka á móti því, mér kæmi ekkert við hvar það stæði í trúmálum. Svo er það dag einn að það hringir í mig kona og spyr mig hvort ég geti tekið á móti sjö manns tiltekinn dag. Ég sagði það vera í lagi. Fólkið kom svo seinnipart dags og þessi kona með því. Hún segir þá við mig, það koma sjö í viðbót í fyrramálið. Þá fór mér eins og Mörtu, ég fór að hafa áhyggjur af fólkinu, ég ætti ekki nógan mat handa öllu þessu fólki o.s.frv. og frv. En þegar ég fór að útbúa hádegisverðinn þá bað ég Guð að drýgja matinn og það gerði hann því það urðu leifar. Svo kom að samkomunni, fólkið spilaði, söng og talaði og ég fann að þetta fólk átti eitthvað meira en ég. Svo liðu vikur og mánuðir og það var komið að jólum, en þá var ég með áhyggjur út af ákveðnu atviki. Þá er það eitt sinn sem ég sit inni í stofunni hjá mér að í huga mér koma orð Krists, þegar hann segir: „Komið til mín, allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og ég mun veita yður hvíld“. (Matteus 11:28.) Ég hugsaði, það er best ég noti mér þetta núna því ég trúi þessu. Svo fór ég afsíðis, kraup og talaði við Jesúm eins og maður talar við mann. Ég bað hann að taka við þessum áhyggjum mínum og leiða þetta eftir hans vilja. Ég bað hann að fyrirgefa mér syndir mínar og frelsa mig. Ég hafði áður hugsað um að allir menn væru syndugir og ég yrði einhvern tíma áður en ég dæi að biðja Guð að fyrirgefa mér, en ekkert lægi nú á meðan ég væri heilbrigð og ekkert nærri dauðanum. Þegar ég var búin að ljúka máli mínu við Frelsarann fylltist ég friði og hvíld og áhyggjurnar hurfu eins og dögg fyrir sólu og ég hef aldrei fundið fyrir þeim síðan. Éftir nokkra daga uppgötvaði ég það að ég var alveg hætt að blóta og sá ég þá að Drottinn hafði mætt mér. Svo fór ég að lesa í Biblíunni og sá ég þá að mig vantaði ýmislegt og þegar ég kom að niðurdýf- ingarskíminni, þar sem Jesús segir í Markús 16:16: „Sá sem trúir og verður skírður, mun hólpinn Framhald á bls. 6

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.