Afturelding - 01.04.1981, Side 7

Afturelding - 01.04.1981, Side 7
n Kristinn Ólason ,,Fyrir þeim mun upplokið verða, er á knýr” Hugsaðu stutta stund um það að Jesús, sem lifir í dag, á erindi við þig. Hann veit um það að stundum ertu dauf(ur), stundum líður þér illa og stundum finnst þér innri kvöl bíta þig. Hvað gerir þú við slíkar aðstæður? Hvert snýrðu þér? Reynirðu að bæla tilfinningarnar, eða reynirðu að snúa þér frá kvölinni að einhverju upplífgandi? Biblían segir frá því að Jesús Kristur hafi gengið um á jörðinni, meðal sjúkra og bágstaddra. Hann sagði ekki við fólkið: „Farið þið í fjallgöngu og dreifið huganum.“ Nei, hann elskaði það, bar um- hyggju fyrir því og spurði: „hvað get ég gert fyrir þig vinur?“ Jesús er lifandi í dag og nú mátt treysta því að hann finnur til með þér þegar þú finnur til. Hann segir við þig: „Vinur, er eitthvað að? Leyfðu mér að hjálpa þér.“ Þú þarft að opna dyrnar. Þú þarft að leggja sjúkleikann, vandamálin, tómleikann, eða ástand þitt fram fyrir hann í bæn, í samtali við hann. Segðu honum hvernig þér líður. Jesús vill frelsa þig, leysa þig frá öllu því sem bindur þig. Sjálfsagt hefur þú einhvem tíma keypt þér gleði fyrir peninga. Til dæmis vín, aðgöngumiða á dans- leik eða kvikmyndahús. Hversu lengi varði sú gleði? Ertu enn þá jafn glaður(glöð) yfir sveitaballinu sem þú fórst á síðastliðið sumar? Ertu hamingjusamur (söm) í dag? Það skiptir ekki máli hvemig fortíðin er, en hvernig er nútíðin í þínu lífi? Ef þú ert friðlaus og án gleði, þá gef ég þér það ráð að leggja ástand þitt í hendi Jesú Krists. Hann elskar þig og HANN HEFUR DÁIÐ FYRIR ÞIG og blóðið sem rann úr líkama hans á Golgáta hæð, hreinsar syndir þínar. Þú þarft aðeins að gefa þér tíma og tala við hann, þann sem elskar þig, ber umhyggju fyrir þér og þráir að gefa þér eilífan frið, eilífa gleði og eilíft líf. Þú hugsar kannski um það hvernig þú getir kynnst Jesú. Jóhannes skírari vitnaði um hann og sagði: „Mitt á meðal yðar stendur hann.“ (Jóh. 1:26.) Þetta er sannleikur. Þú veist e.t.v. einhvers staðar um Biblíu eða Nýja testamenti, kannski er Biblían til á heimili þínu. Þá skaltu opna hana, lesa og kynnast Jesú Kristi. Guð blessi þig og gefi þér náð. Kristinn Ólason „Jesús er lifandi í dag og þú mátt treysta því aö hann finnur til meö þér þegar þú finnur til. Hann segir við þig: Vinur, er eitthvað að? Leyfðu mér að hjálpa þér”.

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.