Afturelding - 01.04.1981, Page 9

Afturelding - 01.04.1981, Page 9
a Ný biblíuútgáfa Stórátak Hins íslenska Biblíufélags á Kristniboðsári Á árum áður þótti það mikill munaður hér á landi að eiga Biblíu í fórum sínum. Þá var eintakafjöldi mjög takmarkaður og þar á ofan bættist hátt verð hvers eintaks. Til glöggvunar má geta þess að Guð- brands-Biblía, fyrsta heildarútgáfa Biblíunnarhérá landi (prentuð 1584), var metin á 4 kýrverð og all mörg fiskverð að auki. Á þessu hefur nú orðið gjörbreyting til batnaðar. Að vísu er verð Guð- brands-Biblíu enn mjög hátt, en um áraraðir hefur íslensku þjóðinni staðið til boða Biblía á viðráðan- legu verði. Frá upphafi byggðar í landinu hefur íslenska þjóðin átt aðgang að tíu Biblíuútgáfum. Verða þær útgáfur ekki tíundaðar hér, en þó má geta þess að sú síðasta kom út árið 1912. Má því segja að ný útgáfa Biblíunnar hafi verið orðin aðkallandi, þó ekki væri nema til að aðlaga mál hennar íslenskri réttritun og gera hana þannig aðgengilegri fyrir þorra fólks. Það er því mikið gleði- og þakkarefni að einmitt í ár skuli koma út ný og endurskoðuð útgáfa Biblíunnar a vegum Hins íslenska Biblíufélags. Fáir gera sér grein fyrir því gífurlega átaki sem hér hefur verið unnið og mikilvægi þess fyrir íbúa þessa lands. Verður því reynt í örfáum orðum að gera grein fyrir hlurð verksins, undirbúningsvinnu og síðast en ekki S1st, helstu einkennum og sérkennum útgáfunnar. Til að afla upplýsinga um þessi atriði, lagði ég leið mína til Hermanns Þorsteinssonar, fram- kvæmdastjóra Hins íslenska Biblíufélags. Tók hann máli mínu mjög vel og jós yfir mig alls konar fróð- leik varðandi útgáfuna. Varðandi forsögu hennar vitnaði hann til formála biskups að Lúkasarguð- spjalli (1968). Áf þeim formála má ráða að árið 1962 hafi stjórn H ins íslenska Biblíufélags ákveðið að kveðja saman fund til þýðingarstarfa. Prófessorar guðfræðideild- ar Háskólans voru til kvaddir, en auk þeirra sr. Guðmundur Sveinsson, skólastjóri og Jón Svein- björnsson, fil. kand., cand. theol., en formaður Sýnishom í réttri stærð úr nýju Biblíuútgáfunni. nefndarinnar var kjörinn Herra Sigurbjörn Einars- son biskup. Þar var ákveðið að stefna að endur- skoðun Gamla Testamentisins og endurþýðingu hins Nýja, með sérstakri hliðsjón af þýðingu dr. Ásmundar Guðmundssonar fyrrverandi biskups. Auk biskups og Jóns Sveinbjörnssonar, unnu tveir þeirra er upphaflega voru kvaddir í nefndina, að þýðingunni, sr. Björn Magnússon prófessorog sr. Jóhann Hannesson prófessor. Af formálsorðunum má einnig ráða að Jón Sveinbjörnsson, starfsmaður þýðingarnefndar hafi gert tillöguþýðingu, sem nefndarmenn hafi síðan vegið og metið. Hafi þar fylgt með ýtarlegar athuganir á helstu vandamálum frumtextans, tilvitnanir í nýjar þýðingar á erlendum málum til samanburðar og í eldri þýðingar íslensk- ar. Því næst er sagt frá því að hver og einn nefnd- armanna hafi gert tillögur út frá frumtextanum og að á sameiginlegum vikulegum vetrarfundum hafi niðurstöður verið bornar saman og því næst gengið frá íslenska textanum. Dr. Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður var ráðunautur nefndarinnar um íslenskt mál. Eins og ráða má af þessu hefur þarna verið um mjög víðfemt starf að ræða og var ekkert til sparað, til að útgáfa þessi mætti vera sem best úr vegi gerð. Hermann gat þess að auk alls þessa hafi Hið ís- lenska Biblíufélag haft mikinn fjölda leikra manna og lærðra í þjónustu sinni sem unnið hafi mjög óeigingjarnt starf við yfirlestur þýðinga og önnur hliðstæð störf og taldi hann þann þátt seint of met- inn. Þessi nýja biblíuútgáfa er um margt frábrugðin fyrirrennurum sínum. Fyrirmynd verksins kvað Hermann vera nýlega franska biblíuþýðingu og þaðan væri komin hugmyndin um „lykil,“ eða ákveðið tilvitnunarkerfi. Sagði hann að þetta kerfi væri mikið notað í erlendum Biblíum og væri í því fólgið að neðanmáls á hverri blaðsíðu væri vitnað til sambærilegra ritningagreina víðs vegar um Biblí- una. (Sjá mynd.) „Það sem einnig sker sig úr er dálkaskipting,“ sagði Hermann. „Hverri blaðsíðu er skipt í tvo dálka í stað eins áður.“ Þessu næst vék Hermann að litavali Biblíunnar.

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.